Skemmtileg leikhúsferð

Nemendur á öðru ári á Nýsköpunar- og listabraut heimsóttu Þjóðleikhúsið og sáu söngleikinn Storm.

Sýningin vakti mikla hrifningu og nemendur skemmtu sér afar vel. Að henni lokinni gaf hluti leikhópsins og sýningarstjóri sér tíma til að hitta hópinn og ræða um sýninguna. Nemendur voru áhugasamir og spurðu fjölda spurninga um lífið í leikhúsinu og vinnuna á bak við tjöldin. Nemendurnir eru nú í leiklistaráfanga hjá Sigríði Eyrúnu og vinna að greinargerð um sýninguna út frá sinni upplifun.

Aðrar fréttir