
Sögukennari
Verzlunarskóli Íslands auglýsir eftir kennara í afleysingu skólaárið 2025 – 2026.
Um er að ræða 100% stöðu í kennslu í sögu og skyldum greinum.
Hæfnikröfur:
- Háskólapróf í sagnfræði eða skyldum greinum.
- Kennsluréttindi.
- Reynsla af kennslu í framhaldsskóla er kostur.
Við bjóðum:
- Góða vinnuaðstöðu.
- Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað.
Nánari upplýsingar gefur Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri.
Umsóknarfrestur er til 22. apríl og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið gunninga@verslo.is
Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með 1070 nemendur. Skólinn er bekkjaskóli. Nemendur geta valið á milli fjögurra mismunandi brauta og útskrifast með stúdentspróf. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92 frá 2008 er ekki heimilt að ráða einstakling til starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII. kafla almennra hegningarlaga og því er beðið um sakavottorð áður en ráðið er í starfið.