
Spænskuhátíð: Nemendur Verzlunarskólans unnu til verðlauna
Þann 7. mars síðastliðinn var haldin spænskuhátíð í Háskóla Íslands í samstarfi við sendiráð Spánar á Íslandi, Háskóla Íslands og tvo spænska háskóla: Háskólinn Santiago de Compostela og Háskólinn Universidad de Alcalá de Henares.
Efnt var til samkeppni í gerð myndbanda og veggspjalda á spænsku þar sem þemað var sautjánda grein heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna, Friður og réttlæti og ábyrgar stofnanir. Nemendur frá nokkrum framhaldsskólum á Íslandi tóku þátt í keppninni. Fjórir nemendur úr Verzlunarskóla Íslands, þau Erlingur ólafsson (2-Y), Gunnar þór Davíðsson (2-Y), Ólafur Ragnar Matthíasson (2-Y) og Þórdís Hrafntinna Þráinsdóttir (2-Y) hlutu verðlaun fyrir myndbandið De la injusticia a la paz (Frá óréttlæti til friðar).
Verðlaunin eru viku langt spænskunámskeið við Háskólann í Santiago de Compostela á Spáni, ásamt gisting og uppihaldi.
Við óskum Erlingi, Gunnari Þór, Ólafi Ragnari og Þórdísi Hrafntinnu innilega til hamingju með árangurinn!
¡Felicidades a todos los estudiantes premiados!