23.04.2014 Sumri fagnað Á föstudaginn verður sumri fagnað með heilsubótarskrúðgöngu í Fossvogsdal í 10 stiga hita og glampandi sól. Stuðst verður við stundatöflu „hraða og hreyfingar“. Að göngu lokinni heldur sumargleðin áfram og ætla grillnefndin og skemmtó að töfra fram hádegismat ofan í mannskapinn. Stundatafla fyrir föstudaginn 25. apríl Tími Hringt inn Hringt út 1 08.15 09.05 09.05-09.25 Hafragrautur Hafragrautur 2 09.25 10.15 3 10.25 11.15 Hraði & hreyfing 11.15 11.45 Gönguleiðir: Hittumst öll á bílastæði nemenda VÍ (suðurhlið) og þaðan verður gengið niður í Fossvogsdal. 3. og 4. bekkur heldur til austurs en 5. og 6. bekkur fer í vesturátt. Síðan mætast allir á miðri leið. Veljið ykkur klæði og skæði við hæfi. Hefðbundin stundtafla frá kl. 12.25. Ath. þeir nemendur sem eiga að vera í munnlegum prófum milli 11:15-11:45 verða að hlíta því.