29.10.2012 Svíar í heimsókn Vikuna 7. – 12. október komu 28 nemendur frá bænum Falun í Svíþjóð í heimsókn í skólann. Heimsókn þeirra var liður í Nordplus verkefni sem Verzlunarskólinn og Lugnetgymnasiet eru þátttakendur í og ber yfirskriftina Business Culture, Entreprenouership and Educational practices. Um er að ræða nemendaskipti þar sem nemendur gista á heimilum hjá hvort öðru, kynnast skólastarfi og vinna verkefni saman. Íslenski og sænski hópurinn fór einnig í heimsókn í Kauphöllina, CCP, Arionbanka, Hellisheiðarvirkjun og í Bláa Lónið. Íslensku nemendurnir ásamt kennurum halda svo til Svíþjóðar í mars. Hér má sjá hópinn í Hellisheiðarvirkjun.