
Takk fyrir komuna á opna húsið
Fjölmargir nemendur í 10. bekk ásamt forráðamönnum heimsóttu skólann á Opnu húsi til að kynna sér skólann, námsframboðið og andrúmsloftið í Verzló.
10. bekkingarnir hoppuðu í Verzlólest, þar sem þeir heimsóttu helstu staði skólans og fengu innsýn í daglegt líf nemenda. Þá var veitt kynning á náminu og þeim fjölbreyttu tækifærum sem Verzlunarskólinn hefur upp á að bjóða.
Við erum afar þakklát fyrir þann mikla áhuga sem nemendur sýndu skólanum og vonum að þeir hafi notið heimsóknarinnar og fengið góða tilfinningu fyrir því sem skólinn hefur upp á að bjóða, bæði í námi og félagslífi.
Með fréttinni fylgir myndband frá deginum sem fangar stemninguna og gefur innsýn í þennan skemmtilega dag sem opna húsið var.
Auka opið hús verður miðvikudaginn 9. apríl.