23.04.2015 Þríþraut Verzlunarskólans Fyrsta þríþraut Verzlunarskólans var haldin á Seltjarnarnesi í blíðskaparveðri þann 21. apríl síðastliðinn. Þríþrautin samanstóð af 11 km hjólreiðum, 3.2 km hlaupi og 600 m sundi. Fjórir vaskir piltar úr 5. og 6. bekk tóku þátt í þríþrautinni og stóð Andri Páll Alfreðsson í 6-Y uppi sem sigurvegari á nýju skólameti 57:07 mín. Það er von okkar íþróttakennara að þetta verði árviss viðburður.