19.12.2013 Útskrift 19. desember Fimmtudaginn 19. desember voru 2 nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Stúdentarnir eru þau Helga Lind Geirdal Magnúsdóttir og Styrmir Vilhjálmsson. Skólinn óskar þeim innilega til hamingju með áfangann. Á myndunum er Ingi Ólafsson skólastjóri ásamt Helgu Lind en Styrmir gat því miður ekki verið viðstaddur útskriftina.