14.11.2023 Vælið 2023 Vælið, söngkeppni skólans, fór fram í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 12. nóvember. Óhætt er að fullyrða að keppnin hafi verið glæsileg og tekist vel í alla staði. Á Vælinu komu fram 12 atriði með hæfileikaríkum nemendum skólans sem létu ljós sitt skína. Sigurvegari kvöldsins var Klara Þorbjörg Einarsdóttir. Í öðru sæti var Bára Katrín Jóhannsdóttir og í þriðja sæti Auður Árnadóttir. Til hamingju! Play