Vel heppnuð starfskyggingarvika í Verzló – Gestir frá Frakklandi og Noregi

Vikuna 7. til 11. október var haldin starfskyggingarvika í Verzlunarskóla Íslands, þar sem tveir hópar kennara voru í heimsókn.

Annar hópurinn kom frá Rennes í Frakklandi, en Verzlunarskólinn hefur átt gott samstarf við þann skóla áður. Hinn hópurinn var frá Asker í Noregi, sem er nýr samstarfsskóli.

Kennararnir fengu innsýn í kennsluhætti í fjölbreyttum námsgreinum, þar á meðal viðskiptagreinum, raungreinum, ensku, íslensku og heimspeki. Þeir áttu einnig fundi með stjórnendum og verkefnastjórum skólans. Sérstaklega vakti athygli þeirra fjarnámið sem Verzlunarskólinn býður upp á, sem og líflegt félagslíf nemenda.

Skemmtileg tilviljun var að nemendur á fyrsta ári voru á sama tíma að vinna þverfaglegt verkefni, sem vakti mikla forvitni meðal gestanna. Viðburðurinn var afar vel heppnaður en heimsóknir af þessu tagi skipa stóran sess í alþjóðastarfi skólans.

Aðrar fréttir