Verzlingar standa sig vel í enskri ræðukeppni: Tinna Líf í 5-D varð í öðru sæti

Laugardaginn 21. febrúar tóku fimm nemendur frá Verzlunarskóla Íslands þátt í enskri ræðukeppni á vegum ESU á Íslandi í HR. Þau voru Bjarni Ármann Atlason, 3-T, Daníel Hans Erlendsson, 4-R, Elísa Kristín Sverrisdóttir, 5-T, Ingimar Aron Baldursson, 3-I, og Tinna líf Jörgensdóttir, 5-D. Öll stóðu þau sig með prýði og voru sjálfum sér og skólanum til sóma. Um morguninn fór fram riðlakeppni og úrslit eftir hádegi. Tinna, Daníel og Bjarni komust öll í úrslit, og fóru leikar svo að Tinna Líf Jörgensdóttir, 5-D, varð í öðru sæti. Sigurvegari var Alma Ágústsdóttir úr MH.

Undankeppnin sem var í Verzló á forvarnardaginn var sérlega vel heppnuð. Verzlunarskólinn hefur verið einn öflugasti þátttakandi á Íslandi í þessari keppni og tvívegis átt fulltrúa í lokakeppninni í London. Sú keppni fer fram í maí og sigurvegari hennar er svo heiðraður af Englandsdrottningu, en enn hefur enginn frá Íslandi náð svo langt. Verzlunarskólinn er stoltur af þessum glæsilegu fulltrúum og eiga þau öll möguleika á að taka þátt í keppninni á næsta ári.

Aðrar fréttir