08.01.2012 Verzló mætir FB í Gettu betur Mánudaginn 9. janúar mætir lið Verzlunarskólans liði Fjölbrautaskólans í Breiðholti í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Viðureignin fer fram á Markúsartorginu í Efstaleiti og hefst klukkan 19:30. Í fyrra sigraði lið Kvennó keppnina eftir að hafa lagt sextánfalda meistara MR í úrslitum. Hægt er að fylgjast með viðureign Verzló og FB á Rás 2.