15.04.2013 Verzló sigurvegari MORFÍs Lið Verzlunarskóla Íslands gerði sér lítið fyrir og sigraði MORFÍs þegar liðið lagði Flensborg að velli á föstudaginn sl. í Eldborgarsal Hörpunnar. Liðið skipa þau Hrafnkell Ásgeirsson, Sigurður Kristinsson, Hersir Aron Ólafsson og Sigríður María Egilsdóttir og eiga þau heiður skilinn fyrir flotta frammistöðu í allan vetur. Sigríður María var valinn Ræðumaður Íslands fyrir frammistöðu sína í keppninni. Umræðuefni kvöldsins var Hjarðareðlið og mælti Verzló á móti. Myndir og umfjöllun um keppnina má nálgast á mbl.is með því að smella hér. Mynd: mbl.is