28.04.2025 Verzlunarskólanemar í Kraká – á slóðum helfararinnar Í síðustu viku fóru nemendur úr Verzlunarskóla Íslands í fræðsluferð til Krakár í Póllandi sem hluti af áfanganum Á slóðum helfararinnar. Markmið ferðarinnar var að dýpka skilning nemenda á helförinni og áhrifum hennar á sögu og menningu Evrópu. Á meðan dvölinni í Kraká stóð heimsóttu nemendurnir minnisvarða og söfn sem tengjast sögu gyðinga í borginni, þar á meðal Schindler-safnið og gamla gyðingahverfið Kazimierz. Hápunktur ferðarinnar var heimsókn í útrýmingarbúðirnar Auschwitz-Birkenau, þar sem nemendur fengu leiðsögn um svæðið og fræðslu um þær hörmungar sem áttu sér stað þar. Ferðin var bæði vel hepnnuð og fræðandi, og nemendur lýstu því að hún hefði veitt þeim dýpri innsýn í þessa mikilvægu sögu. Slíkar ferðir eru mikilvægur hluti af menntun sem stuðlar að gagnrýninni hugsun og samkennd.