
Verzlunarskólanemendur í Kaupmannahöfn
Átta nemendur úr viðskiptabekkjum á öðru ári dvelja þessa vikuna í Kaupmannahöfn á vegum Nord+.
Markmið verkefnisins er að kynna nemendur fyrir hugmyndum um félagslega sjálfbærni en þau fá fjölbreytta fræðslu auk þess að vinna að ýmsum verkefnum með félögum sínum frá Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi.
Dagskráin hófst í gær með kynningu á komandi viku og leiðsögn um borgina undir stjórn kennara frá Niels Brock framhaldsskólanum, sem gegnir hlutverki gestgjafa að þessu sinni. Umræðuefni dagsins í dag er „Hugmyndir um kyn og kynjahlutverk“ en fjallað verður um „Stéttarfélög og hlutverk þeirra“ og „Borgir og samfélög framtíðarinnar“ í vikunni.
Nemendur okkar eru til fullkominnar fyrirmyndar og eru skólanum og fjölskyldum sínum til mikils sóma.