Verzlunarskólinn hlaut viðurkenningu fyrir Erasmus+ verkefni

Miðvikudaginn 8. maí tók Verzlunarskólinn þátt í viðburðinum Evrópusamvinna í 30 ár – Uppskeruhátíð Evrópuverkefna í Kolaportinu.

Fyrir viðburðinum stóðu RANNÍS og Evrópusambandið á Íslandi. Verzlunarskólinn fékk þar viðurkenningu fyrir framúrskarandi Erasmus+ verkefni. Skólinn kynnti starf sitt með ótrúlega fjölbreyttum hópi aðila af öllum skólastigum og mörgum stofnunum og verkefnum úr óformlega geiranum, t.d. Læti (áður Stelpur rokka) og Pieta samtökin. Greinilegt var af þeirri miklu grósku sem þarna var að sjá að Evrópusamstarfið hefur skilað Íslandi miklu og það er okkur í Versló mikill heiður að vera áfram hluti af þessu mikilvæga mennta- þróunarstarfi sem er fjármagnað og stutt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins.

Aðrar fréttir