Verzlunarskólinn hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

Á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar, Við töpum öll á einsleitninni – Jafnrétti er ákvörðun, var Verzlunarskóla Íslands veitt viðurkenning Jafnvægisvogarinnar.

Viðurkenningin er veitt þeim þátttakendum sem hafa náð að jafna kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum. Fimmtíu og sex fyrirtæki, ellefu sveitarfélög og tuttugu og tveir opinberir aðilar hljóta viðurkenninguna og er skólinn þátttakandi í fyrsta skipti.

 

Aðrar fréttir