Verzlunarskólinn settur

Verzlunarskóli Íslands var settur síðastliðinn miðvikudag í 109. sinn. 1259 nemendur eru skráðir í dagskóla á þessari önn og því var margt um manninn í Bláa sal og á Marmaranum þegar Ingi Ólafsson skólastjóri setti skólann.

Í ár innrituðust 312 nýnemar og skipast þeir í ellefu bekki. Í setningaræðu sinni kom skólastjóri inn á breyttar áherslur í kennslu og varða einkum nýnema. Nýnemar fengu skilaboð um að æskilegt væri að þeir hefði aðgang að fartölvum enda verður aukin áhersla lögð á tölvustudda kennslu og fjölbreytta kennsluhætti í 3. bekk.

"IMG_0318" "IMG_0319" "IMG_0325" "IMG_0328" "IMG_0334"

"IMG_0335" "IMG_0339" "IMG_0337" "IMG_0342" "IMG_0345"

"IMG_0346" "IMG_0350" "IMG_0352"

 

Aðrar fréttir