13.12.2024 Verzlunarskólinn tekur þátt í samstarfi um farsæld barna í viðkvæmri stöðu Þann 4. desember síðastliðinn var undirrituð samstarfsyfirlýsing í borgarstjórnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur til að efla samvinnu og stuðning við börn í viðkvæmri stöðu. Meðal þeirra sem skrifuðu undir yfirlýsinguna voru Barnaverndarþjónusta Reykjavíkur, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og framhaldsskólar í Reykjavík, þar á meðal Verzlunarskólinn. Samstarfið byggir á lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna þar sem samstarfsaðilum ber að fylgjast með þörfum barna, bregðast við og koma á samstarfi. Verzlunarskólinn telur þetta samstarf mikilvægt skref til að styðja við börn í viðkvæmri stöðu og vonar að það skili jákvæðum breytingum fyrir samfélagið.