11.04.2013 VÍ – Flensborg í úrslitum MORFÍs Föstudaginn 12. apríl mætir MOROFÍs lið Verzlunarskólans liði Flensborgar í úrslitum keppninnar. Keppnin fer fram í Hörpu og hefst klukkan 20:00, húsið opnar 19:00. Umræðuefni kvöldsins er „Hjarðareðlið“ og mælir Verzló á móti. Ræðuliðið hefur staðið sig einstaklega vel í vetur og því er um að gera að mæta á staðinn og styðja liðið til sigurs. Ræðulið Verzlunarskólans skipa: Hrafnkell Ásgeirsson Sigurður Kristinsson Hersir Aron Ólafsson Sigríður María Egilsdóttir