Vistabikar afhentur

Þann 5. desmber síðastliðinn var vistabikarinn í Harry Potter námskeiðinu afhentur við hátíðlega athöfn. Hópurinn horfði saman á myndband úr ferðinni til London, kennarar leiklásu leikþátt sem fjallaði um inngöngu Binna Glee og félaga í Hogwarts og að lokum var bikarinn afhentur. Var það langþráð stund þar sem Gryffindor vann nú í fyrsta skipti. Sigurinn var verðskuldaður enda framganga þeirrar eðalvistar til fyrirmyndar alla önnina og náði hámarki í frábærri frammistöðu í Quidditch mótinu vikuna á undan. Bikarinn verður sýnilegur á góðum stað í skólanum og strax á næstu önn hefst keppnin á ný.

Aðrar fréttir