
Vörumessa Ungra frumkvöðla
Vörumessa Ungra frumkvöðla fór fram í Smáralind síðastliðna helgi, 4. og 5. apríl.
Alls tóku 142 fyrirtæki úr framhaldsskólum landsins þátt í Vörumessunni. Vörumessan er hluti af frumkvöðlaáfanga sem nemendur á viðskiptabraut og nýsköpunar- og listabraut taka á lokaári sínu í Verzlunarskóla Íslands. Í ár tóku í kringum 30 fyrirtæki, eða um 130 nemendur frá Verzlunarskóla Íslands þátt og stóðu sig með mikilli prýði.
Keppni um fyrirtæki ársins fer svo fram þann 30. apríl næstkomandi. Sigurvegarar keppninnar öðlast þátttökurétt í evrópukeppni Ungra frumkvöðla sem fer fram í Aþenu í byrjun júlí.