Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Enska er kennd í öllum deildum Verzlunarskóla Íslands í öllum bekkjum. Fjöldi kennslustunda fer eftir áherslum og markmiðum hverrar deildar. Námsefnið er fjölbreytt en að nokkru leyti sniðið að þörfum atvinnulífsins í verslun og viðskiptum. Á seinni tveimur árunum glíma nemendur við efni sem er meira almenns eðlis ásamt efni sem tengist sérsviði þeirra eða deild. Verzlunarskólinn telur nauðsynlegt að nemendur fái eins mikla enskukennslu og kostur er, bæði vegna mikilvægi enskrar tungu á alþjóðavettvangi og þeirrar þýðingar sem hún hefur í hugsanlegu framhaldsnámi nemenda. Mikilvægt er að nemendur átti sig á þeirri staðreynd að kunnátta í erlendum málum getur lagt grunn að skilningi, virðingu og umburðarlyndi milli manna og er mikilvæg forsenda farsælla samskipta og samvinnu við einstaklinga af öðru þjóðerni.
Að nemendur:
Kennsla fer að mestu leyti fram á ensku nema þegar málfræði er útskýrð. Í kennslustundum eru textar lesnir sem síðan eru annaðhvort þýddir, ræddir eða umorðaðir á ensku til að ganga úr skugga um að nemendur hafi skilið þá og geti nýtt sér orðaforða þeirra. Afleiddar myndir ýmissa orða í textanum eru ræddar til að auka orðaforða nemenda og skilning. Stílar eru þýddir af íslensku á ensku u.þ.b. einu sinni í viku og er þá sérstaklega vikið að málfræðiatriðum, orðatiltækjum og málvenjum sem eru ólíkar í íslensku og ensku. Margvísleg önnur skrifleg verkefni eru unnin í tengslum við námsefnið hverju sinni, svo sem stuttar greinargerðir, bréf og ritgerðir. Nemendur eru hvattir til að taka þátt í umræðum og eru einnig látnir koma fram fyrir bekkjarfélaga og gera stuttlega grein fyrir ýmsum málum. Hlustunaræfingar eru fyrst og fremst tengdar námsbókunum.