Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Frá árinu 1997 hafa nemendur Verzlunarskóla Íslands getað valið frönsku er þeir innrita sig í skólann. Velji nemendur félagsfræða- eða málabraut taka þeir 15 einingar í frönsku en velji þeir hins vegar náttúrufræði- eða viðskiptabraut taka þeir einungis 12 einingar í frönsku.
Markmiðið með kennslunni má segja að sé það sama á öllum brautum en það er:
Ljóst er að góð frönskuþekking nýtist vel fólki sem hyggur á alþjóðaviðskipti eða þeim sem sækjast eftir að komast í störf hjá alþjóðlegum stofnunum, svo sem Mannréttindadómstólnum í Strassborg og Alþjóðadómstólnum í Haag. Atvinnutækifærum þeirra, sem hafa góða viðskiptamenntun og kunna frönsku, hefur fjölgað við það að íslensk fyrirtæki hafa í auknum mæli haslað sér völl á frönskum markaði. Góð frönskuþekking veitir einnig aðgang að víðfrægum háskólum og menntastofnunum.
Að nemendur:
Heimanám, sjálfstæð vinnubrögð og notkun uppflettirita og upplýsingatækni eru mjög mikilvægir þættir í tungumálanáminu. Mikilvægt er að beita mismunandi kennsluaðferðum og verkefni þurfa að vera fjölbreytt og tengjast markvisst við færniþættina fjóra: hlustun, lestur, talað mál og ritun. Ekki er sérstofa í skólanum fyrir frönskukennslu.