Rekstrarhagfræði

Frá því að Verzlunarskóli Íslands var stofnaður árið 1905 hefur það verið eitt helsta markmið skólans að stuðla að öflugri kennslu í viðskiptagreinum á Íslandi. Þetta hefur ekki breyst í áranna rás en áherslur hafa vissulega breyst.

Helsta markmið með kennslu í viðskiptagreinum er að allir nemendur skólans hljóti góða undirstöðuþekkingu og skilning á færslu bókhalds, rekstrarhagfræði og þjóðhagfræði. Allir nemendur eiga jafnframt að búa yfir grunnþekkingu á uppsetningu og færslu tölvubókhalds.

Þeir nemendur sem velja viðskiptabraut afla sér síðan ítarlegri þekkingu í ýmsum viðskiptagreinum sem gefur bæði góðan undirbúning fyrir frekara nám á háskólastigi eða þátttöku í atvinnulífinu.

Á hagfræðisviði er lögð áhersla á fræðilegan grunn í rekstrarhagfræði, þjóðhagfræði, fjármálum og stærðfræði. Námið býr nemendur sérstaklega vel undir frekara háskólanám í viðskiptafræði, hagfræði og skyldum greinum.

Á viðskiptasviði er lögð áhersla á viðskiptafræðigreinar eins og markaðsfræði, stjórnun og rekstur fyrirtækja. Námið býr nemendur vel undir störf í atvinnulífinu en gefur líka góðan grunn fyrir frekara nám.