Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Þýska er móðurmál tæplega 100 milljóna manna í Evrópu en það er um fjórðungur þegna Evrópusambandsins. Gegnir þýska því lykilhlutverki sem tunga Mið-Evrópubúa og er einnig það mál, sem flestir Austur-Evrópubúar tala sem annað tungumál.
Löndin sem tilheyra þýska málsvæðinu, Þýskaland, Austurríki og Sviss, eru mikilvæg viðskiptalönd okkar og þýskumælandi ferðamenn eru fjölmennastir þeirra erlendu gesta, sem sækja Ísland heim.
Markmiðið með þýskukennslunni er ekki aðeins að nemandinn öðlist kunnáttu og færni í tungumálinu, sér til gagns og ánægju, heldur einnig að hann hafi fengið nokkra innsýn inn í menningu og staðhætti þýskumælandi þjóða.
Lögð er áhersla á að öll vinna með málnotkun og málfræði komi markvisst inn á færniþættina fjóra: hlustun, lestur, talað mál og ritun. Miklu máli skiptir að nemendur öðlist jákvætt viðhorf til þýskunámsins og að máltilfinning þeirra sé örvuð. Með því er lagður traustur grunnur að málanámi.
Að nemendur: