Tölvunotkun

Markmið:

Að nemendur öðlist þá færni í notkun tölva og beitingu þess hugbúnaðar sem er í almennri notkun og geti fyrirhafnarlítið nýtt sér þá þekkingu sína og færni í námi og starfi. Með þetta að leiðarljósi er miðað við að kenna ekki síður á flóknari aðgerðir þess hugbúnaðar enda gert ráð fyrir að nemendur hafi kynnst einfaldari aðgerðum í grunnskóla. Ekki síður að þeir öðlist færni í að vinna í síbreytilegum heimi sem byggist æ meir á að nýta sér upplýsingar er liggja á Netinu.

Kennsluhættir:

Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda, skilum heimaverkefna og umræðum. Verkefnin byggjast á því að kynna og þjálfa sífellt nýja þætti þeirra forrita sem verið er að vinna í hverju sinni. Nemendur skila verkefnum og er rík áhersla lögð á vönduð og öguð vinnubrögð og að nemendur tileinki sér sjálfstæði í vinnubrögðum.

3. bekkur

TÖN 103 (PowerPoint, Word, Excel): Marmiðið er að nemendur verði fullfærir í fingrasetningu og blindskrift, skjalavistun í Windows umhverfinu, þekki vel Internet Explorer og leitarmöguleika, póstforritið Outlook 2010, glærugerðar- og framsetningarforritið PowerPoint 2010 og rík áhersla á að nemandi öðlist færni í notkun ritvinnsluforritsins Word og Excel.

5. bekkur, viðskipta- og hagfræðibraut

TÖN 203 (Word/Excel/Access): Lögð er áhersla á að dýpka þekkingu nemenda í ritvinnsluforritinu Word og töflureikninum Excel og auka sjálfstæði þeirra í vinnubrögðum þar að lútandi. Verkefni unnin að miklu leyti í tengslum við það sem nauðsynlegt er að nemendur hafi á sínu valdi í atvinnulífinu.

Einnig eru kennd grunnatriði í gagnagrunnsforritinu Access.

5. bekkur, félagsfræðabraut

TÖN 213 – Upplýsingafræði, upplýsinga- og menningarlæsi: Lögð áhersla á að nemendu læri að nota fjölbreyttan hugbúnað og upplýsingar á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu, hafi skilning á upplýsingaöflun og upplýsinga- og menningarlæsi, geti lagt mat á gæði og áreiðanleika upplýsinga og átti sig á lagalegri og siðfræðilegri hlið upplýsingaflæðis, höfundarétti og upplýsingalögum. Einnig er lögð áhersla á að nemendur temji sér sjálfstæði í vinnubrögðum og öðlist færni í samvinnu.

5. bekkur, náttúrufræðabraut

TÖL 103 – Forritun: Farið yfir sögu tölvutækninnar og ýmisleg er því tengist ásamt undirstöðuþjálfun í forritun í hlutbundna forritunarmálinu Java.