Kennsluvefir

  • Snorra Edda

    Útgáfan er ætluð til kennslu í grunn- og framhaldsskólum. Stærsti hluti textans hefur verið endurskrifaður á nútímamáli. Vefurinn er einnig hljóðbók og honum fylgja ýmis verkefni og gagnvirk próf. Hann hentar jafnt fartölvum, spjaldtölvum og símum. Vefurinn er styrktur af menntamálaráðuneytinu.

    Snorra Edda
  • Dönsk málfræði

    Á þessum vef eru myndbönd með talglærum þar sem farið er í gegnum helstu atriði í danskri málfræði. Fjallað verður um orðflokkana nafnorð, sagnorð, fornöfn, lýsingarorð, töluorð svo og smáorð. Í hverjum orðflokki um sig er farið í hinar ýmsu beygingarmyndir og málfræðiatriði varðandi orðflokkinn. Auk þess eru fjölbreyttar gagnvirkar æfingar fyrir viðkomandi málfræðiatriði ásamt skjölum með upplýsingum varðandi danska málfræði.

    Dönsk málfræði
  • Kennsluvefur í stærðfræði

    Stærðfræði 193 er upprifjun á námsefni grunnskólans í stærðfræði. Efnið var upphaflega samið fyrir nemendur 10. bekkjar grunnskólans sem voru að undirbúa sig fyrir samræmt próf í stærðfræði. Öllum er frjálst að nýta sér þetta námsefni.

    Kennsluvefur í stærðfræði