Stúdentspróf er tekið á þremur árum
Fjöldi eininga til stúdentsprófs er 205 framhaldsskólaeiningar (ein) (innritaðir 2023).
Náminu á öllum brautum má skipta í fernt:
- Sameiginlegur kjarni. Þetta eru samtals 95 ein og eru allar þær greinar sem eru sameiginlegar öllum brautum.
- Brautarkjarni. Brautarkjarninn er 60 ein og eru greinar sem einkenna viðkomandi braut.
- Línur. Hér velur nemandinn sér línur sem innihalda sérhæfða áfanga í samræmi við það hvert hann stefnir að stúdentsprófi loknu. Þessi hluti er samtals 30 ein.
- Valgreinar. Til valgreina teljast 20 ein (4 áfangar) þar sem nemandinn hefur ákveðið val sem er að hluta til stýrt til frekari dýpkunar á náminu og að hluta til frjálst.
Á félagsvísinda- og alþjóðabraut er lögð áhersla á kjarnagreinar og sérgreinar brautarinnar í félagsvísindum, sögu, alþjóðafræðum, tungumálum og tengdum greinum. Nemendur fá verslunarpróf á 2. þrepi að loknum 112 einingum og lýkur brautinni með stúdentsprófi á 3. hæfniþrepi. Nemendur sem velja félagsvísinda- og alþjóðabraut fá breiða almenna menntun og góðan undirbúning undir frekara nám á háskólastigi. Sérstök áhersla er lögð á svið þar sem hugvísinda er krafist.
Inntökuskilyrði á félagsvísinda- og alþjóðabraut er grunnskólapróf og að lágmarki hæfnieinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði. Ef fleiri umsóknir berast en skólinn getur tekið við verður tilgreint á heimasíðu hans hvernig inntöku nemenda er háttað.
Nám á brautinni er þrjú ár með 205 einingum til stúdentsprófs. Námið skiptist annars vegar í 95 eininga skólakjarna, sem er sameiginlegur á öllum stúdentsbrautum skólans, og hins vegar í 85 eininga brautarkjarna sem samanstendur af fögum sem einkenna brautina. Áfangarnir eru innan félagsvísinda, alþjóðafræði og fleiri tengdra greina ásamt einum áfangi í þriðja máli. Að auki velja nemendur 20 einingar í frjálsu vali þó háð þrepaskiptingu. Námið er fyrst og fremst bóklegt og fer fram í skólanum. Fyrir utan almenna menntun er á brautinni lögð áhersla á nám í félags- og alþjóðagreinum ásamt viðskiptagreinum.
Lögð er áhersla á fjölbreytilegt námsmat. Lokaeinkunn hvers áfanga samanstendur ýmist af lokaprófi og símati eða eingöngu símati. Dæmi um símat er leiðsagnarmat, jafningjamat, munnleg og skrifleg verkefnaskil. Í upphafi hverrar annar er nemendum kynnt námsáætlun, hæfniviðmið og tilhögun námsmats hvers áfanga. Til að standast áfanga skal nemandi fá að lágmarki einkunnina 5,0.
Einingafjöldi á brautinni er 205 einingar og er námstími til stúdentsprófs þrjú ár. Nemandi tekur því að meðaltali 68 einingar á ári. Í lok hverrar annar er ferill nemandans gerður upp og þarf hann að hafa náð að minnsta kosti 5,0 í öllum áföngum annarinnar áður en hann færist upp á næstu önn. Nánari skýringar á námsframvindu er að finna í skólareglum.
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að
- Geta nýtt sér nýjustu upplýsingatækni til að leysa fjölbreytt verkefni
- Sýna frumkvæði, ábyrgð og umburðarlyndi og beita gagnrýnni hugsun
- Miðla upplýsingum í ræðu og riti jafnt á íslensku sem og erlendum tungumálum
- Meta og skilja menningarleg verðmæti
- Gæta jafnréttis á öllum sviðum og temja sér ríka siðferðisvitund
- Meta upplýsingar um samfélagið, umhverfið og náttúruna
- Taka þátt í umræðum og rökstyðja mál sitt á málefnalegan hátt
- Virða skoðanir annarra og geta leyst verkefni í samvinnu við aðra
- Takast á við frekara nám í hugvísindum, félagsvísindum og öðrum samfélagstengdum greinum
- Greina starfsemi helstu alþjóðastofnana og hlutverk þeirra
- Fjalla um samfélög og stofnanir helstu viðskiptalanda Íslendinga
- Taka þátt í samskiptum og samræðum á erlendum tungumálum
- Lesa í menningu og siði annarra þjóða
- Taka þátt í alþjóðlegu samstarfi
Námsbraut á pdf formi
Áfangar á Félagsvísinda- og alþjóðabraut
Grein | 1.ár | 2.ár | 3.ár | |||
---|---|---|---|---|---|---|
Íslenska | 2RM06 | 2GF05 | 3ÞT05 | 3NB05 | 3RR02 | |
Stærðfræði | 2PÞ05 | 2MM05 | 2LT05 | 3FF05 | ||
Enska | 2OM05 | 2MV05 | 3SV05 | 3EM05 | ||
Norðurlandamál | 2MM05 | 2NS05 | ||||
Spænska (þriðja tungumál) | 1SA05 | 1SB05 | 1SC05 | |||
Þýska (þriðja tungumál) | 1ÞA05 | 1ÞB05 | 1ÞC05 | |||
Franska (þriðja tungumál) | 1FA05 | 1FB05 | 1FC05 | |||
Alþjóðafræði | 2Fl05 | 2IA05 | 3AS05 | |||
Saga | 2MS05 | 3MH05 | 3MR05 | |||
Félagsvísindi | 2ME05 | 2MK05 | 2ST05 | 3LV05 | ||
Sálfræði | 2GR05 | |||||
Bókfærsla | 1BR05 | |||||
Hagfræði | 1ÞF05 | 2AH05 | ||||
Lögfræði | 3LR05 | |||||
Náttúrufræði | 1EJ05 | 1EL05 | ||||
Vélritun | 1FI01 | |||||
Tölvur | 2RT05 | |||||
Íþróttir | 1ÍA01 | 1ÍB01 | 1ÍC01 | 1ÍD01 | ||
Lífsleikni | 1NF00 | 1NF01 | 1NB00 | 1NB01 | ||
Val |
XXX05
XXX05 |
XXX05
XXX05 |
Aðrar námsbrautir og línur
-
NGK
Norður Atlantshafsbekkurinn
-
Verslun og þjónusta
Fagpróf
-
Viðskiptalína
Viðskiptabraut
-
Stafræn viðskiptalína
Viðskiptabraut
-
Hagfræðilína
Viðskiptabraut
-
Nýsköpunar- og listabraut
-
Líffræðilína
Náttúrufræðibraut
-
Eðlisfræðilína
Náttúrufræðibraut