Alþjóðabraut

Á alþjóðabraut er lögð áhersla á kjarnagreinar og sérgreinar brautarinnar í félagsvísindum, sögu, alþjóðafræðum, tungumálum og tengdum greinum.

  • NámsleiðStúdentspróf
  • Einingar205 fein.
Alþjóðasamskipti

Stúdentspróf er tekið á þremur árum

Fjöldi eininga til stúdentsprófs er 205 framhaldsskólaeiningar (ein) (innritaðir 2023).
Náminu á öllum brautum má skipta í fernt:

  1. Sameiginlegur kjarni. Þetta eru samtals 95 ein og eru allar þær greinar sem eru sameiginlegar öllum brautum.
  2. Brautarkjarni. Brautarkjarninn er 60 ein og eru greinar sem einkenna viðkomandi braut.
  3. Línur. Hér velur nemandinn sér línur sem innihalda sérhæfða áfanga í samræmi við það hvert hann stefnir að stúdentsprófi loknu. Þessi hluti er samtals 30 ein.
  4. Valgreinar. Til valgreina teljast 20 ein (4 áfangar) þar sem nemandinn hefur ákveðið val sem er að hluta til stýrt til frekari dýpkunar á náminu og að hluta til frjálst.

Á alþjóðabraut er lögð áhersla á kjarnagreinar og sérgreinar brautarinnar í félagsvísindum, sögu, alþjóðafræðum, tungumálum og tengdum greinum. Nemendur fá verslunarpróf á 2. þrepi að loknum 112 einingum og lýkur brautinni með stúdentsprófi á 3. hæfniþrepi. Nemendur sem velja alþjóðabraut fá breiða almenna menntun og góðan undirbúning undir frekara nám á háskólastigi. Sérstök áhersla er lögð á svið þar sem hugvísinda er krafist.

Inntökuskilyrði á alþjóðabraut er grunnskólapróf og að lágmarki hæfnieinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði. Ef fleiri umsóknir berast en skólinn getur tekið við verður tilgreint á heimasíðu hans hvernig inntöku nemenda er háttað.

Nám á brautinni er þrjú ár með 205 einingum til stúdentsprófs. Námið skiptist annars vegar í 95 eininga skólakjarna, sem er sameiginlegur á öllum stúdentsbrautum skólans, og hins vegar í 85 eininga brautarkjarna sem samanstendur af fögum sem einkenna brautina. Áfangarnir eru innan félagsvísinda, alþjóðafræði og fleiri tengdra greina ásamt einum áfangi í þriðja máli. Að auki velja nemendur 20 einingar í frjálsu vali þó háð þrepaskiptingu. Námið er fyrst og fremst bóklegt og fer fram í skólanum. Fyrir utan almenna menntun er á brautinni lögð áhersla á nám í félags- og alþjóðagreinum ásamt viðskiptagreinum.

Lögð er áhersla á fjölbreytilegt námsmat. Lokaeinkunn hvers áfanga samanstendur ýmist af lokaprófi og símati eða eingöngu símati. Dæmi um símat er leiðsagnarmat, jafningjamat, munnleg og skrifleg verkefnaskil. Í upphafi hverrar annar er nemendum kynnt námsáætlun, hæfniviðmið og tilhögun námsmats hvers áfanga. Til að standast áfanga skal nemandi fá að lágmarki einkunnina 5,0.

Einingafjöldi á brautinni er 205 einingar og er námstími til stúdentsprófs þrjú ár. Nemandi tekur því að meðaltali 68 einingar á ári. Í lok hverrar annar er ferill nemandans gerður upp og þarf hann að hafa náð að minnsta kosti 5,0 í öllum áföngum annarinnar áður en hann færist upp á næstu önn. Nánari skýringar á námsframvindu er að finna í skólareglum.

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að

  • Geta nýtt sér nýjustu upplýsingatækni til að leysa fjölbreytt verkefni
  • Sýna frumkvæði, ábyrgð og umburðarlyndi og beita gagnrýnni hugsun
  • Miðla upplýsingum í ræðu og riti jafnt á íslensku sem og erlendum tungumálum
  • Meta og skilja menningarleg verðmæti
  • Gæta jafnréttis á öllum sviðum og temja sér ríka siðferðisvitund
  • Meta upplýsingar um samfélagið, umhverfið og náttúruna
  • Taka þátt í umræðum og rökstyðja mál sitt á málefnalegan hátt
  • Virða skoðanir annarra og geta leyst verkefni í samvinnu við aðra
  • Takast á við frekara nám í hugvísindum, félagsvísindum og öðrum samfélagstengdum greinum
  • Greina starfsemi helstu alþjóðastofnana og hlutverk þeirra
  • Fjalla um samfélög og stofnanir helstu viðskiptalanda Íslendinga
  • Taka þátt í samskiptum og samræðum á erlendum tungumálum
  • Lesa í menningu og siði annarra þjóða
  • Taka þátt í alþjóðlegu samstarfi

Áfangar á Alþjóðabraut

Grein 1.ár 2.ár 3.ár
Íslenska 2RM06 2GF05 3ÞT05 3NB05
Stærðfræði 2PÞ05 2MM05 2LT05
Enska 2OM05 2MV05 3SV05 3ME05 3EM05
Danska 2MM05 2NS05
Spænska (þriðja tungumál) 1SA05 1SB05 1SC05 2SD05
Þýska (þriðja tungumál) 1ÞA05 1ÞB05 1ÞC05 2ÞD05
Franska (þriðja tungumál) 1FA05 1FB05 1FC05 2FD05
Alþjóðafræði 2IA05 3AS05
Saga 2MS05 3MH05 3MR05
Landafræði 2FL05
Menningarfræði 2EM05 3MS05
Stjórnmálafræði 2LJ05
Sálfræði 2GR05
Bókfærsla 1BR05
Hagfræði 1ÞF05 2AH05
Lokaverkefni 3ES05
Náttúrufræði 1EJ05 1EL05
Vélritun 1FI02
Tölvur 2RT05
Íþróttir 1ÍA01 1ÍB01 1ÍC01 1ÍD01
Lífsleikni 1NF00 1NF01 1NB00 1NB01 1NV00 1NV01
Val XXX05
XXX05
XXX05
XXX05

Aðrar námsbrautir og línur