Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Fagnám fyrir starfandi verslunarfólk sem býður upp á raunfærnimat þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu.
Fagnám fyrir starfandi verslunarfólk með það að markmiði að starfsmaðurinn:
Námið er 90 einingar og er blanda af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjunum. Umsækjendum stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá Mími þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum áföngum. Þannig fá einstaklingar með starfsreynslu og hæfni slíkt metið til eininga og styttingar á námi sínu. Markmið námsins, er meðal annars að nemendur auki þekkingu sína og færni á vinnustað, þjálfist í að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og geti stýrt verkefnum í verslun í samræmi við skipulag og áætlanir.
90 eininga nám sem er bæði bóklegt og vinnustaðanám. Raunfærnimat á móti kenndum áföngum.
Kostnaður við námið er 400.000 krónur. Lengd námsins miðast við þrjár annir en er þó hægt að taka það á lengri tíma.
Skilyrði fyrir inngöngu í námið er að vinnustaður viðkomandi gerist aðili að verkefninu með því að skilgreina 15 eininga vinnustaðanám sem er sérhæft viðkomandi vinnustað. Einnig þarf vinnustaðurinn að leggja til matsaðila sem þjálfaður verður til að framkvæma raunfærnimat og fylgja eftir vinnustaðanámi.
Nemendur geta valið um að hefja bóklega námið í janúar eða í september. Umsókn um raunfærnimat fer fram hjá Mími. Allar upplýsingar um raunfærnimat er hægt að fá hjá náms- og starfsráðgjöfum Mímis, radgjof@mimir.is.
Innritun í námið fer fram hjá Verzlunarskólanum í samstarfi við vinnustað viðkomandi.
Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um námið má senda tölvupóst á verslo@verslo.is eða hringja í síma 5900600.
Upplýsingar um raunfærnimat og fyrirkomulag þess er hægt að nálgast hjá Mími, eða með því að senda tölvupóst á radgjof@mimir.is.
Þjónustufærni, samskiptafærni og lokaverkefni eru áfangar sem allir nemendur taka og því fer ekki fram raunfærnimat í þeim.
Fagbréf staðfestir nám á vinnustað
Námið himnasending
Menntasprotinn