Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Á brautinni er lögð áhersla á stærðfræði og raungreinar, s.s. líffræði, jarðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Sérkenni línunnar eru m.a. líffræði, efnafræði og jarðfræði.
Á náttúrufræðibraut er lögð áhersla á kjarnagreinar og sérgreinar brautarinnar í stærðfræði og raungreinum, s.s. líffræði, jarðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Nemendur fá verslunarpróf á 2. þrepi að loknum 112 einingum og lýkur brautinni með stúdentsprófi á 3. hæfniþrepi. Nemendur sem velja náttúrufræðibraut fá breiða almenna menntun og góðan undirbúning undir frekara nám á háskólastigi. Sérstök áhersla er lögð á svið þar sem raungreina- og stærðfræðimenntunar er krafist svo sem í verkfræði, náttúruvísindum og heilbrigðisvísindum.
Inntökuskilyrði á náttúrufræðibraut er grunnskólapróf og að lágmarki hæfnieinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði. Ef fleiri umsóknir berast en skólinn getur tekið við verður tilgreint á heimasíðu hans hvernig inntöku nemenda er háttað.
Nám á brautinni er þrjú ár með 205 einingum til stúdentsprófs. Námið skiptist annars vegar í 95 eininga skólakjarna, sem er sameiginlegur á öllum stúdentsbrautum skólans, og hins vegar í 60 eininga brautarkjarna sem samanstendur af fögum sem einkenna brautina. Síðan skulu nemendur velja sér einn pakka af tveimur sem inniheldur 30 einingar innan raungreina og/eða stærðfræði. Að auki velja nemendur 20 einingar í frjálsu vali. Námið er fyrst og fremst bóklegt og fer fram í skólanum. Fyrir utan almenna menntun er á brautinni lögð áhersla á nám í stærðfræði, raunvísinda- og náttúrufræðigreinum. Nemendur fá einnig verklega þjálfun í vel búnum tilraunastofum skólans.
Lögð er áhersla á fjölbreytilegt námsmat. Lokaeinkunn hvers áfanga samanstendur ýmist af lokaprófi og símati eða eingöngu símati. Dæmi um símat er leiðsagnarmat, jafningjamat, munnleg og skrifleg verkefnaskil. Í upphafi hverrar annar er nemendum kynnt námsáætlun, hæfniviðmið og tilhögun námsmats hvers áfanga. Til að standast áfanga skal nemandi fá að lágmarki einkunnina 5,0.
Einingafjöldi á brautinni er 205 einingar og er námstími til stúdentsprófs þrjú ár. Nemandi tekur því að meðaltali 68 einingar á ári. Í lok hverrar annar er ferill nemandans gerður upp og þarf hann að hafa náð að minnsta kosti 5,0 í öllum áföngum annarinnar áður en hann færist upp á næstu önn. Nánari skýringar á námsframvindu er að finna í skólareglum.
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að