Nýsköpunar- og listabraut er bóknámsbraut þar sem lögð er áhersla á kjarnagreinar og sérgreinar brautarinnar sem eru listgreinar, hönnun og nýsköpun ásamt greinum tengdum viðskiptum. Nemendur fá verslunarpróf á 2. þrepi að loknum 112 einingum og lýkur brautinni með stúdentsprófi á 3. hæfniþrepi. Nemendur sem velja Nýsköpunar- og listabraut fá breiða almenna menntun og góðan undirbúning undir frekara nám á háskólastigi, sér í lagi innan hugvísinda og lista. Sérstök áhersla er lögð á að efla skapandi hugsun, frumkvæði og lausnarhæfni nemenda.
Inntökuskilyrði á Nýsköpunar- og listabraut er grunnskólapróf og hæfnieinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði. Ef fleiri umsóknir berast en skólinn getur tekið við verður tilgreint á heimasíðu hans hvernig inntöku nemenda er háttað.
Nám á brautinni er þrjú ár með 205 einingum til stúdentsprófs. Námið skiptist annars vegar í 95 eininga skólakjarna, sem er sameiginlegur á öllum brautum skólans, og hins vegar í 90 eininga brautarkjarna sem samanstendur af fögum sem einkenna brautina. Áfangarnir eru innan lista, hönnunar og nýsköpunar og fleiri tengdra greina. Að auki velja nemendur 20 einingar í frjálsu vali. Nemandi sem hefur stundað viðurkennt nám á tónlistar- eða hreyfisviði hefur möguleika á að fá tvo áfanga metna innan valgreinapakkans. Námið er bæði bóklegt og verklegt og fer fram í skólanum.
Lögð er áhersla á fjölbreytilegt námsmat. Lokaeinkunn hvers áfanga samanstendur ýmist af lokaprófi og símati eða eingöngu símati. Dæmi um símat er leiðsagnarmat, jafningjamat, munnleg og skrifleg verkefnaskil ásamt skilum á ferilmöppu. Í upphafi hverrar annar er nemendum kynnt námsáætlun, hæfniviðmið og tilhögun námsmats hvers áfanga. Til að standast áfanga skal nemandi fá að lágmarki einkunnina 5,0.
Einingafjöldi á brautinni er 205 einingar og er námstími til stúdentsprófs þrjú ár. Nemandi tekur því að meðaltali 68 einingar á ári. Í lok hverrar annar er ferill nemandans gerður upp og þarf hann að hafa náð að minnsta kosti 5,0 í öllum áföngum annarinnar áður en hann færist upp á næstu önn. Nánari skýringar á námsframvindu er að finna í skólareglum.
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að …
- geta nýtt sér nýjustu upplýsingatækni til að leysa fjölbreytt verkefni
- sýna frumkvæði, ábyrgð og umburðarlyndi og beita gagnrýnni hugsun
- miðla upplýsingum í ræðu og riti jafnt á íslensku sem og erlendum tungumálum
- meta og skilja menningarleg verðmæti
- gæta jafnréttis á öllum sviðum og temja sér ríka siðferðisvitund
- meta upplýsingar um samfélagið, umhverfið og náttúruna
- taka þátt í umræðum og rökstyðja mál sitt á málefnalegan hátt
- virða skoðanir annarra og geta leyst verkefni í samvinnu við aðra
- takast á við frekara nám á fjölbreyttum sviðum, s.s. listum, félags- og hugvísindum
- takast á við fjölbreytt störf og verkefni, einkum á sviði skapandi greina
- tileinka sér fjölbreytta hugsun við lausn mála, fræðilega, listræna og viðskiptalega
- sýna skapandi nálgun í listgrein sinni og nota viðeigandi aðferðir við útfærslu
- nota ímyndunarafl, innsæi og tilfinningar við sköpun eða flutning verka sinna
- meta listrænan styrk sinn og koma auga á hagnýtingu menntunar sinnar
Gagnlegir tenglar
Áfangar á Nýsköpunar- og listabraut
Grein | 1.ár | 2.ár | 3.ár | |||
---|---|---|---|---|---|---|
Íslenska | 2RM06 | 2GF05 | 3ÞT05 | 3NB05 | ||
Stærðfræði | 2PÞ05 | 2MM05 | 2LT05 | |||
Enska | 2OM05 | 2MV05 | 3SV05 | 3ME05 | 3NL05 | |
Danska | 2MM05 | 2NS05 | ||||
Spænska (þriðja tungumál) | 1SA05 | 1SB05 | 1SC05 | |||
Þýska (þriðja tungumál) | 1ÞA05 | 1ÞB05 | 1ÞC05 | |||
Franska (þriðja tungumál) | 1FA05 | 1FB05 | 1FC05 | |||
Saga | 2MS05 | 3MH05 | ||||
Listasaga | 2LI05 | |||||
Hönnun | 2FB05 | 2SM05 | 3NF05 | |||
Menning og listir | 2ML05 | |||||
Heimspeki og listir | 2HS05 | |||||
Lokaverkefni | 3LS05 | |||||
Listgreinar | 2SL05 | 2LL05 | 3RL05 | |||
Hagfræði | 1ÞF05 | |||||
Bókfærsla | 1BR05 | |||||
Lögfræði | 3LR05 | |||||
Náttúrufræði | 1EJ05 | 1EL05 | ||||
Vélritun | 1FI02 | |||||
Tölvur | 2RT05 | |||||
Íþróttir | 1ÍA01 | 1ÍB01 | 1ÍC01 | 1ÍD01 | ||
Lífsleikni | 1NF00 | 1NF01 | 1NB00 | 1NB01 | 1NV00 | 1NV01 |
Val |
XXX05 XXX05 |
XXX05 XXX05 |
Aðrar námsbrautir og línur
-
NGK
Norður Atlantshafsbekkurinn
-
Verslun og þjónusta
Fagpróf
-
Viðskiptalína
Viðskiptabraut
-
Stafræn viðskiptalína
Viðskiptabraut
-
Hagfræðilína
Viðskiptabraut
-
Nýsköpunar- og listabraut
-
Líffræðilína
Náttúrufræðibraut
-
Eðlisfræðilína
Náttúrufræðibraut
-
Félagsvísinda- og alþjóðabraut