Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Á viðskiptabraut er lögð áhersla á viðskiptagreinar s.s. bókfærslu, hagfræði, fjármál, lögfræði og frumkvöðlafræði. Sérkenni línunnar eru m.a. stærðfræði, rekstrarhagfræði og þjóðhagfræði.
Á viðskiptabraut er lögð áhersla á kjarnagreinar og sérgreinar brautarinnar í stærðfræði og viðskiptagreinum, s.s. hagfræði, viðskiptafræði og markaðsfræði. Nemendur fá verslunarpróf á 2. þrepi að loknum 112 einingum og lýkur brautinni með stúdentsprófi á 3. hæfniþrepi. Nemendur sem velja viðskiptabraut fá breiða almenna menntun og góðan undirbúning undir frekara nám á háskólastigi. Sérstök áhersla er lögð á svið þar sem viðskiptamenntunar er krafist svo sem í hagfræði, viðskiptafræði og lögfræði.
Inntökuskilyrði á viðskiptabraut er grunnskólapróf og að lágmarki hæfnieinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði. Ef fleiri umsóknir berast en skólinn getur tekið við verður tilgreint á heimasíðu hans hvernig inntöku nemenda er háttað.
Nám á brautinni er þrjú ár með 205 einingum til stúdentsprófs. Námið skiptist annars vegar í 95 eininga skólakjarna, sem er sameiginlegur á öllum stúdentsbrautum skólans, og hins vegar í 50 eininga brautarkjarna sem samanstendur af fögum sem einkenna brautina. Tveir af fimm stærðfræðiáföngum brautarkjarnans eru inni í bundnu pakkavali þar sem hagfræðilínan inniheldur annars konar stærðfræði en viðskipalína. Þá skulu nemendur velja sér einn pakka af þremur sem inniheldur 40 einingar innan viðskiptagreina og fleiri tengdra greina. Að auki velja nemendur 20 einingar í frjálsu vali þó háð þrepaskiptingu. Námið er fyrst og fremst bóklegt og fer fram í skólanum. Fyrir utan almenna menntun er á brautinni lögð áhersla á nám í viðskiptagreinum og stærðfræði.
Lögð er áhersla á fjölbreytilegt námsmat. Lokaeinkunn hvers áfanga samanstendur ýmist af lokaprófi og símati eða eingöngu símati. Dæmi um símat er leiðsagnarmat, jafningjamat, munnleg og skrifleg verkefnaskil. Í upphafi hverrar annar er nemendum kynnt námsáætlun, hæfniviðmið og tilhögun námsmats hvers áfanga. Til að standast áfanga skal nemandi fá að lágmarki einkunnina 5,0.
Einingafjöldi á brautinni er 205 einingar og er námstími til stúdentsprófs þrjú ár. Nemandi tekur því að meðaltali 68 einingar á ári. Í lok hverrar annar er ferill nemandans gerður upp og þarf hann að hafa náð að minnsta kosti 5,0 í öllum áföngum annarinnar áður en hann færist upp á næstu önn. Nánari skýringar á námsframvindu er að finna í skólareglum.
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að