Aðalfundur 4. október 2022

Aðalfundur Foreldrafélags Verslunarskóla Íslands var haldinn þriðjudaginn 4. október 2022, Sigurður Viðarsson var fundarstjóri og Rakel Svansdóttir fundarritari. Sandra Dögg Árnadóttir formaður lagði fram skýrslu stjórnar veturinn 2021-2022.

Dagskrá kvöldsins:

Aðalfundur Foreldrafélags 2022
Anna Steinsen markþjálfi, fræðsluerindi
Kaffihlé með léttum veitingum
Bergur Ebbi, uppistand

Aðalfundur

Dagskrá aðalfundar var skv. 4. gr. laga félagsins

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar um störf hennar og starfsemi félagsins
    • Fundur 4-6x á ári. Mikilvægt að hafa fulltrúa skólans með í samráði
  • Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram, skoðunarmenn reikninga
    • Félagsgjöld eru valfrjáls, 2500 kr á ári. 85% heimtur
    • Ballgæsla á hverju ball frá foreldrum, svona 10-12 foreldrar á hverju balli
    • 9 vinningar á hverju balli í Edrúpottinn
    • Facebook síðan mjög virk með allar helstu upplýsingar og við fáum ýmsar fyrirspurnir þarna inn
  • Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning og afgreiðsla hans
  • Lagabreytingar
  • Starfsáætlun lögð fram til kynningar og afgreiðslu
  • Kosning í stjórn félagsins
  • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
Stjórn foreldraráðs 2022-2023:

Eftirtaldir aðilar gáfu kost á sér í stjórn Foreldraráðs veturinn 2022-2023:

  • Sandra D. Árnadóttir Formaður
  • Soffía Frímannsdóttir Varaformaður
  • Arna Björk Þórðardóttir Gjaldkeri
  • Rakel Svansdóttir Ballgæsla
  • Guðrún Aspelund Ritari
  • Anna Kristín Sigurpálsdóttir
  • Ásta Malmquist
  • Dagný Broddadóttir
  • Fríða Björk Sveinsdóttir
  • Halla Björgvinsdóttir
  • Jóhannes Ásgeirsson
  • Margrét Eiríksdóttir
  • Sigurður Viðarsson
  • Sigþór Júlíusson
  • Sóley Elíasdóttir

Elsa Guðrún Jóhannesdóttir og Jón Kjartan Kristinsson gefa kost á sér sem skoðunarmenn reikninga.
Bæði stjórn Foreldraráðs og skipun skoðunarmanna var samþykkt einróma á aðalfundi 4. október 2022.
Skýrsla skólaársins 2021-2022 lögð fram.
Viðfangsefni foreldraráðs 2022-2023 kynnt.

Lagabreytingar:
  • Breyting á 5. grein í lögum félagsins var lögð fram af stjórn og samþykkt einróma:
    • Fækka stjórnarmönnum úr 5 aðalmönnum og 2 varamönnum í 3 stjórnarmenn og engan varmann
    • Auk þess verði kosið í framkvæmdaráð. Í framkvæmdaráði verða allir 3 stjórnarmenn auk þeirra sem bjóða sig fram til starfa fyrir foreldraráð

Ársreikningur lagður fram og samþykktur.
Aðalfundi slitið.
Fundargerð: Rakel Svansdóttir