Fundur 29. ágúst 2022

Fundur settur kl. 21 og fundi slitið kl. 21:35.
Fundarritari: Guðrún Aspelund

Viðstaddir: Sandra Dögg Árnadóttir, Arna Björk Þórðardóttir, Guðrún Aspelund, Margrét Eiríksdóttir, Soffía Frímannsdóttir, Fríða Björk Sveinsdóttir
Forföll: Dagný Broddadóttir, Rakel Svansdóttir, Sóley Elíasdóttir

 

Farið yfir verkaskiptingu í ráðinu. Formaður er Sandra, gjaldkeri Arna Björk og ritari Guðrún. Rakel hefur yfirumsjón með ballgæslu.

Nýjir foreldrar bættust í ráðið og eru boðnir velkomnir: Jóhannes Ásbjörnsson og Sigurður Viðarsson. Enn má bætast í hópinn. Listi á vefsíðu skólans verður uppfærð.

Rætt var um ársskýrslu foreldraráðs fyrir síðasta ár sem er í vinnslu.

Rætt var stuttlega um ballgæslu fyrir nýnemaball 7. sept. Fleiri teppi voru keypt í fyrra.

Rætt var um fræðslukvöld fyrir foreldra sem foreldrafélagið býður upp á. Fræðslukvöldið er áætlað í fyrri part október, t.d. 4. eða 11. okt. Rætt var um hugsanlega fyrirlesara og
uppistandara.

Rætt var um taflborð sem áætlað var að foreldraráð gefi skólanum. Pöntun var gerð á síðasta ári en framleiðslu þeirra taflborða var hætt. Athugað verður með önnur borð.

Næsti fundur verður boðaður af formanni.