Fundur 1. febrúar 2024

Fundur settur af formanni kl. 17:00.
Fundarritari: Nanna Ósk Jónsdóttir.

Viðstaddir: Þórunn Sigþórsdóttir (formaður), Jóhanna Helgadóttir (gjaldkeri), Nanna Ósk Jónsdóttir (ritari), Guðrún Aspelund, Anna Sigurborg Ólafsdóttir, Áslaug Thelma Einarsdóttir, Elín Gréta Stefánsdóttir og Hulda Írisar Skúladóttir.
Boðuð forföll: Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Ásta Malmquist.

Skólastarfið

Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri mætti á fundinn og fór yfir eftirfarandi:

  • Próf og símat: Breytingar voru gerðar á náminu í haust er lutu að prófum og námsmati m.a. til að jafna álag hjá nemendum og kennurum. Var tekið upp símat í ákveðnum greinum og lokapróf í öðrum þ.a. allir nemendur voru í 3 áföngum með lokaprófi ena aðrir áfangar voru með námsmat í
    formi símats. Er með þessu orðið jafnara prófálag á milli deilda frá því sem áður var.
  • Lengd prófa: Lokapróf eru ýmist 60 eða 90 mínútur. Þeir nemendur sem þurfa lengri próftíma fá auka 30 mínútur.
  • Stofuskipti: Sú nýbreytni að nemendur skipti um stofur fjórum sinnum yfir árið hefur gengið vel.
  • Bekkjarskipti: Rætt var um ástæður að baki bekkjarskiptum sem eru ýmist námslegar eða félagslegar.
  • Lífsleikni og Kynjafræði: Nemendur óskuðu eftir því að kynjafræði væri kennd á 1. ári og var komið til móts við það í lífsleikni . Á öðru ári er
    lífsleikni í formi hringekju þar sem boðið er upp á mismunandi fræðslu vikulega, m.a. heimsókn sálfræðings, kynning á íslenska þjóðbúningnum (fyrir peysufatadaginn), skák, saga skólans, sorg og sorgarviðbrögð ofl.
  • Nýsköpun: Verslunarskólinn fékk styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem verður notaður til að halda skólaþing með yfirskriftinni, samtal milli
    skólastiga. Markmið skólaþings er að brúa bilið milli skólastiga – með samtali á milli nemenda í 10. bekk og nemenda á 1.ári auk forráðamanna þeirra.
Félagslíf VÍ

Gunnar Mogensen forseti nemendaráðs, Aðaldís Emma Baldursdóttir formaður skemmtinefndar og Andri Clausen formaður málfundafélagsins mættu á
fundinn til að ræða félagslíf í VÍ. Kynntu þau fyrir foreldrafélaginu hvernig félagslífinu er háttað, þar sem mestur hluti þess fer fram á skólatíma, nefndir skipta með sér vikum og skipuleggja þá viðburði. Stjórnarkjör og nefndarkjör voru rædd og aðkoma nýnema að þeim. Foreldraráð velti fyrir sér hvort bjórkvöld hafi áhrif á aðsókn á skólaböll sem hefur þurft að fella niður. Nemendaráð og foreldraráð ræddu um að áhugavert væri að hittast í upphafi
skólaárs og kynnast starfi hvors annars.

Önnur mál
  • Ákveðið var að Elín Gréta myndi hafa veg og vanda með mönnun og umsjón gæslu á böllum skólans.
  • Edrúpottur: Samþykkt var að hafa Iphone 15 sem sprengjuvinning í edrúpottinum og hugmynd að draga úr pottinum á marmara. Auk
    peningavinninga var rætt um að hafa pizzuveislu sem vinning fyrir 2. eða 3. bekk.
  • Forvarnar-og gleðidagur: Rætt var um aðkomu foreldrafélagsins að forvarnardegi skólans, m.a. að fá Jón Jónsson tónlistarmann.
  • Borðtennisborð: Rætt var um kaup á borðtennisborði fyrir nemendur frá foreldrafélaginu.