Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Fundur settur af formanni kl. 17:00. Fundarritari: Nanna Ósk Jónsdóttir.
Viðstaddir: Þórunn Sigþórsdóttir (formaður), Jóhanna Helgadóttir (gjaldkeri), Nanna Ósk Jónsdóttir (ritari), Guðrún Aspelund, Anna Sigurborg Ólafsdóttir, Áslaug Thelma Einarsdóttir, Elín Gréta Stefánsdóttir og Hulda Írisar Skúladóttir. Boðuð forföll: Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Ásta Malmquist.
Guðrún Inga Sívertsen skólastjóri mætti á fundinn og fór yfir eftirfarandi:
Gunnar Mogensen forseti nemendaráðs, Aðaldís Emma Baldursdóttir formaður skemmtinefndar og Andri Clausen formaður málfundafélagsins mættu á fundinn til að ræða félagslíf í VÍ. Kynntu þau fyrir foreldrafélaginu hvernig félagslífinu er háttað, þar sem mestur hluti þess fer fram á skólatíma, nefndir skipta með sér vikum og skipuleggja þá viðburði. Stjórnarkjör og nefndarkjör voru rædd og aðkoma nýnema að þeim. Foreldraráð velti fyrir sér hvort bjórkvöld hafi áhrif á aðsókn á skólaböll sem hefur þurft að fella niður. Nemendaráð og foreldraráð ræddu um að áhugavert væri að hittast í upphafi skólaárs og kynnast starfi hvors annars.