Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Fundur settur af formanni kl.17. Staðsetning: Mathús Garðabæjar.
Viðstaddir: Þórunn Sigþórsdóttir (formaður), Jóhanna Helgadóttir (gjaldkeri), Anna Sigurborg Ólafsdóttir, Elín Gréta Stefánsdóttir og Hulda Irisar Skúladóttir.
Boðuð forföll: Nanna Ósk Jónsdóttir (ritari), Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Áslaug Thelma Einarsdóttir og Guðrún Aspelund.
Ákveðið var að hafa foreldrakvöld í apríl, t.d. á miðvikudegi 17. eða 24. eftir því hvaða dagur hentar fyrirlesara og skemmtikrafti. Foreldrafélagið borgaði fyrir fyrirlesturinn: Nudes, deep-fakes, Andrew Tate og hatrið: Allt sem þú þarf að vita um stafræn réttindi með Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Backman á Gleði og forvarnardeginum og var áhugi á að fá hana einnig á foreldrakvöldið. Ákveðið var reyna að fá Sóla Hólm sem skemmtikraft. Þetta yrði eins upp sett og foreldrakvöldið fyrir jól, fyrirlestur, kaffi og skemmtikraftur. Elín Gréta ætlar að heyra í þeim báðum.
Í samtali við Ingunni, félagslífsfulltrúa, lýstu nemendur yfir áhuga á að fá ávexti reglulega. Foreldrafélagið er mjög jákvætt fyrir því að bjóða nemendum upp á ávextir t.d. einu sinni í viku. Rætt var um hvernig væri best að nálgast þetta, hvar væri best að kaupa ávextina og hvernig framkvæmdin væri. Þórunn formaður ætlar að heyra í skólanum með það.
Áveðið var að vera áfram með veglega vinninga í edrúpottinum og bjóða næst upp á airpods, hugsanlega 2 fyrir hvern árgang, aftur pizzuveislu, jafnvel síma ofl. Rætt um að auglýsa vinningana með meiri fyrirvara næst þannig að nemendur sjái fyrr hvað er í boði.
Á síðasta fundi var rætt um kaup á borðtennisborði fyrir nemendur en skólastjórnendur stungu upp á að kaupa frekar píluspjöld. Einnig var rætt um aðrar hugmyndir að gjöfum eins og þythokkiborð, Buffalo shuffelboard, hlaupabretti, þrekhjól ofl. Ákveðið var að Þórunn formaður myndi heyra betur í skólanum með þetta.