Fundur 2. október 2024

Fundur settur af formanni kl. 17:05 og fundi slitið kl. 19:00.

Fundarritari: Nanna Ósk Jónsdóttir.

Viðstaddir: Þórunn Sigþórsdóttir (formaður), Jóhanna Helgadóttir (gjaldkeri), Nanna Ósk Jónsdóttir (ritari), Anna Sigurborg Ólafsdóttir, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, Sólveig Kr. Bergmann, Áslaug Thelma Einarsdóttir, Elín Gréta Stefánsdóttir, Hulda írisar Skúladóttir og Halldór Hildimundarson. Boðuð forföll: Sindri Sindrason og Sigríður Linda Vigfúsdóttir.

Efni fundar:

Frá skólanum: Óskað var eftir fleiri borðtennisspöðum, boltum, kassa af kúlum og 2 pörum af kúlum.

Foreldrakvöld: Á spjalli við foreldra – fræðsla: Hugmyndir um að hafa pallborðsumræðu upp á sviði þar sem foreldrar gætu varpað spurningum og öfugt. Fá foreldra á spjall með fulltrúum nemenda, forseta nemendafélagasins, Kára til að koma með innlegg. Dóra Guðrún myndi stýra umræðunni, kom með fræðslu í upphafi um foreldratengslin, Jákvæða sálfræði, segja frá hugmyndinni á bak við kærleikshringina og riddarar kærleikans. Hvernig þetta byrjar hjá okkur sjálfum, horfa í spegilinn og áhersla á samfélagslega ábyrgð. Skapast myndu fróðlegar umræður sem yrðu teknar upp af foreldrafélaginu og hægt væri jafnvel að miðla áfram til nemenda og skólans.

Kaffi á foreldrakvöldi: Áslaug verður veitingarstjóri, Hulda, Elín, Sólveig, Anna og Nanna aðstoða. Öllum í foreldraráði er frjálst að aðstoða. Virkja þarf alla í foreldraráði til að raða borðum og stórum. Kaupa þarf og útvega veitingar, glös, servéttur, kerti og annað skraut eftir þörfum. Ölgerðin verið liðleg með veitingar. Hella þarf upp á kaffi o.fl. Hugmynd um vöfflukaffi og undirbúning. Hugmyndir af dagsetningu var 15. eða 30. október