Fundur 31. janúar 2023

Fundur settur kl. 17 og fundi slitið kl. 18:20.

Fundaritari: Guðrún Aspelund.

Viðstaddir: Sandra Dögg (formaður), Arna Björk (gjaldkeri), Guðrún (ritari), Ásta, Fríða Björk, Dagný,
Sigurður.
Gestir NFVÍ: Aron Atli (formaður) og Andrea (féhirðir).

Rætt um Nemó ball nú í febrúar. Næsta ball verður líklega í mars/apríl. Hugsanlega beint eftirpáskafrí.

Forvarnadagur daginn fyrir Nemó. Athuga hugmyndir frá NFVÍ um aðila til að tala við nemendur. Hugmynd að fjalla um skaðsemi munntóbaks, nikótínpúða.

Umræða um aðgangseyri að viðburðum almennt og NFVÍ beðin að athuga ef mismunandi verð, t.d. gefinn hópafsláttur, að fyrirkomulag varðandi slíkt sé skýrt og auglýst.

Samþykkt að taka ekki við beiðnum um styrki frá nemendanefndum og álíka. Foreldraráð mun hafa frumkvæði að gjöfum eða styrkjum til nemenda af hagnaði félagsins. Undantekning var aðeins gerð í Covid faraldri. Ítrekað að öllum hagnaði er varið í þágu foreldra og nemenda skólans.

Samskiptafræðsla fyrir NFVÍ (til dæmis Arna Steinsen). NFVÍ hefur áhuga á að fá slíka fræðslu en þá að nota kennslustund fyrir slíkt. Verður athugað nánar.

Breyting á lögum foreldrafélags var samþykkt. Smávægilegar breytingar sem felast í að fækka í stjórn í þrjá til að einfalda verklag. Fríða Björk mun skila lögum til RSK.

Samþykkt að biðja skólastjórn að senda bréf til foreldra til hvatningar að styrkja foreldraráðið. Þakka jafnframt stuðning sem er kominn en 70% foreldra hafa nú þegar greitt. Þátttaka er valkvæð. Senda mynd af skákborðum sem voru gefin í fyrra og sem hafa notið vinsælda.

Hugmynd borin upp að gefa borðtennisspaða (Arna mun athuga nánar). Núverandi spaðar lélegir og öðrum hefur verið stolið. Spaðar verða merktir skóla.

Næsti fræðslufundur fyrir foreldra ræddur. Vinnudagsetning þriðjudagur 14. mars. Hugmynd:

  • Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra ´78 (Dagný athugar) ásamt Feministafélagi Versló. Efni: kynsegin/hinsegin. Skemmtikraftur Saga Garðars (Sandra athugar).

Frá málefnum skóla og nemenda:

  • Ný vefsíðaVersló væntanleg í vor.
    • Foreldrahlekkur verður færður enda lítið notaður.
  • Verið að skoða útskrift stúdenta í Borgarleikhúsi í vor.
  • Inntökuskilyrði verða líklega rýmkuð fyrir aðflutta/erlenda nemendur þannig að íslenska hafi sama vægi.