Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Fundur settur af formanni kl. 17:05 og fundi slitið kl. 19:00.
Staðsetning: Fundarherbergi.
Viðstaddir: Þórunn Sigþórsdóttir (formaður), Nanna Ósk Jónsdóttir (ritari), Anna Sigurborg Ólafsdóttir, Sólveig Kr. Bergmann, Áslaug Thelma Einarsdóttir, Elín Gréta Stefánsdóttir, Hulda Irisar Skúladóttir, Sindri Sindrason, Halldór Hildimundarson og Sigríður Linda Vigfúsdóttir. Boðuð forföll: Jóhanna Helgadóttir (gjaldkeri), Jóhanna Vilhjálmsdóttir.
Krans frá foreldrafélaginu og nemendum: Ákveðið var að gefa krans fyrir jarðarför Bryndísar Klöru.
Bréf til ríkisstjórnar – spornað gegn ofbeldi: Hugmynd um að Foreldrafélag Verzló verði hreyfiafl. Skrifað verði bréf til ríkisstjórnar í nafni foreldrafélagsins og ýtt á að það verði farið strax í aðgerðir til að sporna við auknu ofbeldi hjá unglingum.
Bekkur: Hugmynd um að Foreldrafélagið kaupi útibekk með nafni Bryndísar Klöru. Verið er að gera fínt fyrir utan skólann og myndi sóma sér vel þar.
Gjöf til foreldra: Hugmyndir um að foreldrafélagið færi foreldrum Bryndísar Klöru; blóm, ostakörfu, englastyttu og kerti. Jafnframt kom hugmynd um að gefa foreldrum myndir af Bryndísi Klöru úr skólastarfinu og félagslífinu sem hefðu ekki séð áður, úr starfssemi skólans eða félagslífinu og vera í samráði við Nemendafélagið. Táknrænt fyrir riddara kærleikans Hún á að fylgja árgangi sínum.
Minningarsjóður Bryndísar Klöru: „Sjóðurinn er í umsjón KPMG og forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, verndari sjóðsins. Sjóðurinn mun styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru í forgrunni. Sjóðurinn mun einbeita sér að fræðslu, rannsóknum og vitundarvakningu til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig. Frjáls framlög má leggja inn á reikn-ing: 0515-14-171717, kennitala 430924-0600. Foreldrar hvattir til að leggja sjóðnum lið.
Verður eftir 2 vikur. Skipuð verður gæsla og edrúpottur á sínum stað. Á fundinum kom fram að viðhorfsbreyting hefur átt sér stað og forvarnarstarfið skilað árangri.
Nemendafélögin þurfa að vera með í að auglýsa edrúpottinn með miklum fyrirvara og markvist. Seinast var farið of seint af stað með kynninguna. Dreift verður prentuðum miðum, vikunni áður og auglýsing birt upp á skjá. Stórir sprengi vinningar: I-phone 15 (I-phone fyrir hvert ár), 10 skipta kort í Matbúð, inneign í Kringlunni ofl., I-phad, airpods ofl. Pizzuveislu, hafa strax eftir ball. 1, 2 og 3 ár. Þau sem blása, eru skráð í pottinn.
Fræðsla: Hugmyndir af fræðslu, voru m.a. frá KFUM um góða liðsforingja og fyrirmyndir. Mynd af Bryndísi Klöru í Vatnaskógi með pabba sínum og systur, var m.a. í feðginahelgi í minningarathöfninni. Fá fyrirlesara frá KFUM til að kynna grasrótarstarfið. Hvernig hægt er að byggja upp sterka & kærleiksríkar fyrirmyndir. Umfjöllun um barna-& unglingastarfið. Hvernig ungt fólk af báðum kynjum eru hvött til að vera riddarar kærleikans Óháð mismunandi tegundar trúar, er þetta trúin á kærleikann í manneskjunni og hægt að yfirfæra þjálfun & þekkingu á öll ungmenni. Þau séu ábyrg sjálf fyrir sínum ákvörðunum & hvernig þau mótast sem manneskjur. Ungmenni starfa sem aðstoðarliðsforingjar og liðsforingja. Í starfinu er Heilbrigði, Gleði & Kærleikur.