Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Verzlunarskóli Íslands 16. september 2021 Viðstaddir: Guðrún Aspelund, Rakel Svansdóttir, Fríða Björk Sveinsdóttir, María Kristín Gröndal, Tinna Ösp Arnardóttir, Soffía Frímannsdóttir, Margrét Eiríksdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir
Stjórn foreldraráðs kom saman á fundi 16.9 sl. í framhaldi af foreldrafundi á vegum skólans fyrir 2.árs nemendur.
Óvenju vel tókst að finna nýja foreldra í ráðið sem er mjög jákvætt.
Nýr formaður foreldraráðsins var settur á fundinum, Sandra Dögg Árnadóttir, móðir nemanda á fyrsta ári. Henni til aðstoðar er Soffía Frímannsdóttir.
Rætt var um fræðslukvöld fyrir foreldra sem foreldrafélagið býður upp á. Uppfært: Fræðslukvöldið fyrst áætlað í október en var fært til 1.nóv nk.
Finna þarf fyrirlesara, uppistandara og ákveða veitingar. Hópurinn sammæltist um að athuga með “pillupopparann” Guðrún Dóra Bjarnadóttir geðlæknir. Og annað hvort Pétur Jóhann eða Sóla Hólm. Veitingar verða hefðbundnar. Skipt var niður verkum. Fundi slitið kl 19.30
Virðingarfyllst, Hrefna Hallgrímsdóttir ritari