Fundur 3. september 2020

Fundur settur kl. 17:00

Viðstaddir: Rannveig, Jóhanna, Steinunn , Tinna, Kristín, Agnes, Sigríður og María Kristín

 

GunnInga kom á fundinn og sagði foreldrafélaginu frá því að ráðinn hefði verið sálfræðingur í 50% starf við Verzló. Verður í skólanum 2-3 daga í viku. Tilheyrir nemendaþjónustu. Versló er hætt að vinna með Litlu kvíðameðferðarstofunni v.þ. að langur biðtími þar.

  • Panta tíma hjá sálfræðingi í gengum nemendaþjónustu
  • „Mín líðan“ er ennþá í gangi – þjónusta á netinu
  • Enginn biðtími. Sálfræðingur getur vísað nemendur til „Mín líðan“
  • VÍ borgar helming þegar 10 tímar (prógrammi) er lokið
  • Sálfræðingur sér um andlegu hliðina og námsráðgjafi um námslegu hliðina

Starfið í skólanum gengur vel m.v. ástandið

  • Sóttvarnir
  • Einstaka nemendur sem sækja ekki skólann
  • Einstaka kennarar sem eru með grímu við kennslu
  • Fyrsta árið er allt saman í einu í skólanum. Sótthreinsað á milli árganga
  • Kennari á að kenna fjartíma. Fjartími hefur verið lengdur frá því sem var í vor. 2 x 75 mín (skóli og heima) en var áður 4 x 52 mín
  • Kennarar eiga að kenna fullan tíma
  • 300+ nemendur í skólanum á hverjum tíma. Aldrei fleiri en 50 í hverju hólfi. Ekki sami inngangur notaður fyrir alla nemendur
  • Nemendur utan höfuðborgarsvæðisins fá aðstöðu á bókasafni VÍ þegar kennsla er í skólanum og komast ekki heim á milli skóla og heimilis í næsta tíma/kjósa að vera í skólanum á milli tíma
  • Stjórnendur skólans lögðu mikla áherslu á vikuáætlun enda stóð það upp úr í samtali við nemendur í vor
  • Fjöldatakmarkanir 500 – þá mun VÍ reyna að taka allar kennslustundir í skólanum
  • Valgreinar koma inn í næstu viku
  • Kennarar eiga annaðhvort að nota Teams eða Innu. Annað er ekki í boði, t.d. Facebook

GunnInga var á fundinum á milli 17.05 og 17.45.

Jóhanna fór yfir fjármál foreldrafélagið.

Rannveig fór yfir aðalfund foreldrafélagsins sem verður haldinn 7. október nk.

  • Aðalfundur – Fræðsla – Skemmtun
  • Í dag mega óviðkomandi ekki mæta í skólann
  • Streymum fundinum í beinni ef ekki hægt að halda í skólanum. Linkur á Innu og í gegnum Facebook
  • KVAN – aldrei meira en 30 mín
  • Gjafabréf – hafa samband við NFVÍ – hvernig getum við komið þeim til nemenda
  • Samþykkt að send valkvæða kröfu á foreldra að fjárhæð kr. 2500
  • Fótboltaspil er væntanlegt. Kostar rúmlega 200.000
  • Taflborð ófáanleg en eru í pöntun. Kosta um 70.000
  • Kanna hjá skólanum hvernig foreldrafélagið geti styrkt nemendur ?
  • Það eru 14 bekkir á 1 ári eða um 258 nemendur

Ísbíllinn / Valdís í skólann ? Tryggja að allir nemendur fái ís.

Samþykkt að Agnes og Sigga Stebba hafi samband við NFVÍ. Samþykkt að styrkja um 450.000 hámark.
Ari Eldjárn kostar 150.000
KVAN kostar 80.000

Fundi slitið kl. 18:25