Skólasöngur
-
Skólasöngur Verzlunarskóla Íslands
Kepp ötul fram, vor unga stétt,
að efla landsins gagn;
brátt færðu krafta, fremd og traust,
og færð til verka magn.
Oft brautryðjandans þraut var þung
en þú ert sterk og djörf og ung
og framkvæmd mörg á Fróni er
í framtíð ætluð þér.Vér elskum þig, vort ættarland,
þín ögur, fjöll og dal;
og þínum hag og þinni sæmd
vor þróttur helgast skal.
Þú framtíð vora, Ísland átt,
þín æska setur markið hátt
með göfug heit að gagna þér
og Guð með henni er.Og skóli vor, um öll vor ár
þér unna skulum vér
og muna æskuárin glöð,
sem áttum vér hjá þér.
Þitt aukist gengi, eflist þú,
sem æskulýðsins glæðir trú
og vilja og þrek hins vaska manns
og velferð ættarlands.Texti eftir Þorstein Gíslason.
Lag útsett af J.K. Cortez.
-
Skólasöngur saminn í tilefni 110 ára afmælis Verzlunarskóla Íslands
Við erum stoltir Verslingar
horfum björt til framtíðar.
Saman lifum hér og nú.
Hvort annað virðum ég og þú.Verum skólans málsvarar
orðspor verjum allstaðar
saman heitum ég og þú
að sýna ábyrgð, kjark og trúViðlag:
Versló x 6
Hvort annað virðum ég og þúAf alúð lærum okkar fag
metnað sýnum sérhvern dag
saman döfnum ég og þú
hæfni öðlumst hér og nú.Hér bestu árin upplifum
vinaböndin traust bindum.
Í hug og hjarta jákvætt þel
Hér í Versló líður vel.Viðlag:
Versló x 6
Hér í Versló líður vel.Texti og lag eftir Jón Ragnar Jónsson og Friðrik Dór Jónsson.