Áætlanir Verzlunarskóla Íslands
-
Áætlun VÍ gegn einelti og ofbeldi
Skoða nánarOfbeldi, einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og kynbundið ofbeldi er ekki liðið við Verzlunarskóla Íslands. Mikilvægt er að einstaklingar upplýsi fulltrúa úr viðbragsteymi skólans um hverskonar áreitni, ofbeldi eða einelti þeir verða fyrir.
-
Áætlun VÍ gegn kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og kynbundnu ofbeldi
Kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og kynbundið ofbeldi er ekki liðið við Verzlunarskóla Íslands. Mikilvægt er að einstaklingar upplýsi fulltrúa úr viðbragsteymi skólans um hvers konar áreitni eða ofbeldi þeir verða fyrir.
Skoða nánar -
Móttökuáætlun fyrir nemendur með erlendan bakgrunn
Skoða nánarÍ Verzlunarskólanum er bekkjarkerfi og gerðar eru sömu námskröfur til nemenda með annað heimamál en íslensku og þeirra sem hafa dvalið lengi erlendis. Gert er ráð fyrir að þeir hafi góðan grunn í íslensku til að byggja á, þar sem þeir stunda íslenskunám með sínum bekk. Þörfin á sérstakri aðstoð við íslenskunámið er metin jafnóðum.
-
Jafnréttisáætlun VÍ 2024-2027
Skoða nánarJafnréttisáætlun VÍ miðar meðal annars að því að auka almenna starfsánægju og bæta starfsanda. Jafnréttisáætlunin er unnin í samræmi við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
-
Rýmingaráætlun
Skoða nánarEf brunaviðvörunarkerfi gefur boð (vælur fara í gang), skal kennari rýma stofuna samstundis og fara greiðfærustu flóttaleið út úr skólanum og fylgja nemendum sínum á söfnunarstað. Ef reykur er á ganginum skal haldið kyrru fyrir í stofunni og bíða eftir björgun út um neyðarop (glugga).
-
Viðbragðsáætlun og viðbragðsleiðbeiningar fyrir VÍ
Viðbragðsáætlun og leiðbeiningarViðbragðsáætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða ef hættuástand kemur upp í VÍ. Markmið viðbragðsáætlunarinnar er að tryggja skipulögð viðbrögð og að nauðsynleg aðstoð berist á sem skemmstum tíma ef hættuástand skapast. Viðbragðsleiðbeiningarnar segja til um fyrstu viðbrögð en fela ekki í sér endanleg fyrirmæli.
-
Viðbragðsáætlun við heimsfaraldri
Skoða nánarViðbragðsáætlun þessi segir fyrir um skipulag og stjórn aðgerða í Verzlunarskóla Íslands í samræmi við áætlun Almannavarna um viðbrögð við heimsútbreiðslu inflúensu.