Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og kynbundið ofbeldi er ekki liðið við Verzlunarskóla Íslands. Mikilvægt er að einstaklingar upplýsi fulltrúa úr viðbragsteymi skólans um hvers konar áreitni eða ofbeldi þeir verða fyrir. Í viðbragðsteymi skólans eru stjórnendur skólans, námsráðgjafar, skólasálfræðingur, umsjónarkennari nemandans og trúnaðarmenn (eftir því sem við á). Skal þá tryggt að allt fari fram í trúnaði. Allar tilkynningar eru teknar alvarlega og viðeigandi viðbragðsáætlun hrint í framkvæmd.
Stefna skólans byggir á reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi.
Dæmi um kynferðisofbeldi
Ef grunur er um að eitthvað af ofangreindu eigi sér stað skal brotaþoli eða sá sem fær vitneskju um málið hafa samband við umsjónarkennara, námsráðgjafa eða stjórnendur skólans. Viðbragðsteymi kannar allar ábendingar til hlítar. Hægt er að koma ábendingum á framfæri með því að hitta ofangreinda aðila á skólatíma, hafa samband símleiðis eða senda tölvupóst. Einnig er hægt að koma upplýsingum á framfæri með því að fara inn á svæði á heimasíðu skólans, Tilkynning um einelti, ofbeldi, kynferðislega áreitni eða kynbundið ofbeldi. Unnið er með ábendingar í trúnaði sé þess óskað. Minnt er á tilkynningaskyldu þeirra sem afskipti hafa af börnum úr Barnaverndarlögum nr. 80/2002 17. gr. Upplýsinga er aflað með viðtölum við aðila málsins, brotaþola, gerendur og forráðamenn nemenda undir 18 ára aldri. Afla þarf upplýsinga og skrá niður. Viðbragðsteymi greinir úrræði og vinnur að lausn samkvæmt eftirfarandi:
Ef grunur er um að eitthvað af ofangreindu eigi sér stað skal brotaþoli eða sá sem fær vitneskju um málið hafa samband við einhvern sem viðkomandi treystir, stjórnendur, trúnaðarmann eða viðbragðsteymið. Farið er með allar ábendingar sem trúnaðarmál.
Komi upp ábendingar á meðal starfsfólks skólans, komi stjórnendur, trúnaðarmenn eða aðrir upplýsingum til viðeigandi aðila.
Ekki er aðhafst í málinu nema þolandi sé samþykkur því. Sé hins vegar um brot á landslögum að ræða (broti sem er lýst í XXII. kafla almennra hegningarlaga) verður máli vísað til lögreglu.
Áhersla á jákvæð samskipti í skólasamfélaginu og skýr stefna um að kynferðisleg áreitni, kynbundin átreitni og kynferðisofbeldi sé ekki liðið er lykilþáttur í forvörnum. Það er því mikilvægt að efla vitund allra í skólasamfélaginu um jákvæð samskipti og að þau séu einkennandi í öllu starfi skólans. Að skólinn sé eftirsóttur vinnustaður fyrir alla nemendur og starfsfólk og að hlýlegt og hvetjandi andrúmsloft sé til staðar þar sem gagnkvæm virðing sé ríkjandi. Í Verzlunarskóla Íslands er lögð áhersla á að:
Áætluninni skal fylgt eftir með kynningu fyrir starfsfólki á fundi í upphafi hvers skólaárs. Þar er starfsfólk minnt á að kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og kynferðisofbeldi er ekki liðið í Verzlunarskóla Íslands. Í upphafi hvers skólaárs eru nemendur skólans minntir á hvar áætlunina er að finna á vef skólans. Nýnemar fá ýtarlegri kynningu á áætluninni í kennslustund.
Viðurlög við broti eru samkvæmt skólareglum og lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Gerandi verður látinn axla ábyrgð og getur fengið áminningu, verið fluttur til í starfi eða verið vikið úr skóla/sagt upp.