Rýmingaráætlun

Rýmingaráætlun – fyrri hluti

Kerfið fer af stað:
Kennari:

  • Setur alla í viðbragðsstöðu.
  • Skoðar flóttaleiðakort.
  • Gefur nemendum upplýsingar um stystu leiðir og söfnunarsvæði.

Aðrir starfsmenn:

  • Skoða flóttaleiðir.

Stjórnandi og húsvörður:

  • Fara að stjórntöflu.
  • Aðgæta boðin.

Ef kerfið hljóðnar halda allir áfram að vinna en eru í viðbragðsstöðu í smástund.

Rýmingaráætlun – seinni huti

Kerfið heldur áfram:

  • Allir fara hratt en skipulega út.
    • Skilja allt lauslegt eftir – taka með yfirhafnir.
    • Safnast saman á söfnunarsvæði.
    • Bíða eftir fyrirmælum stjórnanda.
    • Skilja stofur eftir opnar.
  • Lykilstarfsmenn.
    • Fara yfir sitt svæði og athuga hvort allir séu komnir út og læsa stofum.
    • Yfirgefa skólabygginguna og fara beint að söfnunarsvæðinu sem er utandyra við skrifstofu húsvarðar og miðla upplýsingum til stjórnanda.
    • Láta vita ef grunur er um að einhver sé enn inni á hættusvæði.

 

Lykilstarfsmenn Hæð Svæði
Klara Hauksdóttir. Starfsheiti: Bókasafnstjóri Vinnustöð: 4. hæð bókasafn. 4. hæð Bókasafn og Lesstofan.
Þóra Ólafsdóttir. Starfsheiti: Bókasafnsfr. Vinnustöð: 4. hæð bókasafn. 4. hæð Stofur 9-14, Stofur 404-406, Málver (vinnuherb. Ármanns alþjóðast.).
Dana Björk Erlingsdóttir. Starfsheiti: Afgreiðsla bókasafns. Vinnustöð: 4. hæð bókasafn. 4. hæð Stofur 1-7, Stofur 401-403, Vinnuherbergi spænska, Vinnuherbergi danska.
Magnea Ragna Ögmundsd. Starfsheiti: Skrifstofustj. Vinnustöð: 3. hæð skrifstofa. 3. hæð Skrifstofa, Kaffistofa, Vinnuherbergi enskudeildar, Ljósritunarherbergi.
Gunnar Sigurðsson. Starfsheiti: Kerfisstjóri Vinnustöð: 3. hæð - Morgunblaðið. 3. hæð Verið, Stofur í austur: Kristján Sigurgeirsson, Nathan og Olsen (vinnuherb. viðskiptad. og lögfræðid.), O.J.K., Glitnir (vinnuherb. ísl., fran., þýsk., raungr.).
Anna S. Aðalbjörnsd. Starfsheiti: Gjaldkeri Vinnustöð: 3. hæð skrifstofa. 3. hæð Stofur 301-306, Fundarherbergi 3ju hæð, Dreifing (fundarherb.), Síld og fiskur (fundarherb.), Tómas A Tómasson (Hard Rock (fundarherb.).
Snorri Halldórsson. Starfsheiti: Kerfisfræðingur Vinnustöð: 3. hæð - Síldar og fiskimjölsverksmiðjan. 3. hæð Stofur í suður og vestur Skrifstofuvélar (vinnuherb.), IMB (vinnuherb. stærðfræðid.), Síldar og fiskmjölsverk. (vinnuherb.), V.R., S.Í.F., Saltsalan, S.H (sölumiðstöð hraðfrystihúsanna).
Malwina Sobolewski. Starfsheiti: Ræsting Vinnustöð: 2. hæð. 2. hæð Stofur 201-206, Hekla, Blái salur.
Starfsmenn Matbúðar. Starfsheiti: Eldhús Vinnustöð: 2. hæð Matbúð. 2. hæð Matbúð.
Gylfi Hafsteinsson. Starfsheiti: Kennslustjóri staðnáms. Vinnustöð: 3. hæð skrifstofa. 2. hæð Stofur við marmara (allan hringinn).
Berglind Helga Sigurþórsd., Kristín Huld Gunnlaugsd. Sóley Þórarinsd. og Ásta Rún Valgerðardóttir. Starfsheiti: Nemendaþjónusta. Vinnustöð: 1. hæð við aðalinngang. 1. hæð Stofur 101-103, Íslenskuherbergi, námsráðgjafaherbergi, Græni salur, Rauði salar, Tæma anddyri.
Arna Steinsen, Kristinn Jens Bjartmars. og Örn Kristján Arnars. Starfsheiti: Íþróttakennarar Vinnustöð: 1. hæð íþróttasalur. 1. hæð Íþróttahús, Nemendakjallari, Raungreinargangur.

ATH: ÖLLUM SVÆÐUM FYLGJA SALERNI.

Stjórnendur aðgerða: húsvörður, skólastjóri og aðstoðarskólastjóri.
Varamenn: Birgitta Sigursteinsdóttir, Sigurlaug Kristmannsdóttir og Freyr Arnarson ganga í störf lykilstarfsmanna ef þeir eru ekki á staðnum.

1. Gerið öðrum viðvart!

Látið ykkar bekk og næstu bekki vita hvað er að gerast. Ýtið á brunaboða ef hann er fyrir hendi.

2. Farið út úr húsinu!

Farið út um þann útgang sem næstur er. Gætið þess að allir bekkjarfélagarnir séu með.

3. Ef reykur er á gangi!

Haldið kyrru fyrir í skólastofunni og hafið hurðina lokaða. Þegar slökkviliðið kemur verður ykkur bjargað út um glugga eða þið farið um gangana þegar búið er að slökkva eldinn.

Rétt viðbrögð við eldsvoða

Leiðbeiningar fyrir kennara

Kennari sýnir nemendum yfirlitsmynd sem er við dyr skólastofunnar og fer yfir rétt viðbrögð við eldsvoða.

  1. Hvar greiðfærustu flóttaleiðir eru úr stofunni.
  2. Hvar slökkvitæki og brunaslöngur eru.
  3. Hvar söfnunarstaður bekkjarins er á skólalóðinni (gulur hringur á yfirlitsmynd skólalóðar).
  4. Hvar björgunarop eru á stofunni.
  5. Þegar um eldsvoða er að ræða má ekki nota fólkslyftu.

Ef brunaviðvörunarkerfi gefur boð (vælur fara í gang), skal kennari rýma stofuna samstundis og fara greiðfærustu flóttaleið út úr skólanum og fylgja nemendum sínum á söfnunarstað. Ef reykur er á ganginum skal haldið kyrru fyrir í stofunni og bíða eftir björgun út um neyðarop (glugga). Kennari tryggir að allir:

  • Hafi farið út úr skólastofunni.
  • Bíði á söfnunarstað eftir upplýsingum um atvikið.
  • Passi að fólk stoppi ekki í anddyri skólans.

Kynnið ykkur staðsetningu neyðarútganga og slökkvitækja.

Eiríkur Lárusson, húsvörður
eirikurl@verslo.is
Sími 6642142

Ábyrgðarmenn: Eiríkur Lárusson, Gunnar Sigurðsson, Klara Hauksdóttir, Magnea Ragna Ögmundsdóttir og Þorkell Diego

Síðast uppfært 13. september 2023

 

Rýmingaráætlun