Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Við skólann starfar skólaráð. Hlutverk þess er samkvæmt lögum um framhaldsskóla, nr. 92 12.júní 2008. Skipa skal í skólaráð við upphaf hvers skólaárs.
Skólaráð Verzlunarskóla Íslands er skipað tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum kennara. Auk þeirra eiga sæti í skólaráðinu tveir skólastjórnendur sem boða til funda og stýra þeim.
Fulltrúar kennara sem sitja í skólaráðinu eru kosnir á fyrsta almenna kennarafundi skólaársins. Stjórn NFVÍ tilnefnir tvo fulltrúa í ráðið.
Hlutverk skólaráðs er að fjalla um skólareglur, félagslíf nemenda, umgengni í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda, stefnumótun skólans auk annarra mála sem vísað er til skólaráðs.
Skólaráð fundar einu sinni í mánuði. Fulltrúar nemenda í skólaráði eru Kári Einarsson, forseti NFVÍ og Íris Sævarsdóttir formaður hagsmunaráðs. Fulltrúar kennara eru Gísli Örn Bragason og Katrín Jónsdóttir. Fulltrúar stjórnenda eru Guðrún Inga Sívertsen og Þorkell Diego.
Hægt er að senda skólaráði erindi á netfangið skolarad@verslo.is.