Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Fundur í skólaráði, haldinn í Glersal kl. 11:25.
Aðalheiður Ásgrímsdóttir (AÁ) – kennari. Alda Jóna Nóadóttir (AJN) – kennari. Guðrún Inga Sívertsen (GIS) – skólastjórnandi. Máni Þór Magnason (MÞM) – nemandi. Pétur Már Sigurðsson (PMS) – nemandi. Þorkell Diego (ÞHD) – skólastjórnandi – ritar fundargerð.
Farið yfir til hvers er ætlast af ráðinu og með hvaða hætti var skipað í það. Liðsmenn ráðsins gerðu stuttlega grein fyrir stöðu sinni í skólanum. Ákveðið að ráðið hefði ekki formann.
Ákveðið að funda einu sinni í mánuði. Annar hvor stjórnenda boðar til fundar.
Fundargerðir verða vistaðar í skýinu (Office 365) og öllum í nefndinni aðgengilegar þar.
Ákveðið var að búa til sérstakt netfang fyrir skólaráðið þar sem hægt verður að leggja inn erindi til skólaráðs.
Sagt frá vilja skólastjóra að hafa almennan skólafund í anda framtíðarþingsins sem haldið var 2012. Fundarmenn voru sammála um að skólaráð væri kjörinn vettvangur til þess að leiða undirbúningsvinnu.
Drög að próftöflu haustannar var rædd og farið yfir fyrirkomulag þess að nemendur geti komið fram með athugasemdir. Fulltrúi hagsmunaráðs (Máni) gerði grein fyrir því í hvaða umræðuferli drögin væru meðal nemenda.
Önnur mál voru engin og fundi slitið kl. 12:00.