1. fundur 2018 - 25. september

Fundur í skólaráði, haldinn í Glersal  kl. 11:25.

Mættir:

Aðalheiður Ásgrímsdóttir (AÁ) – kennari.
Alda Jóna Nóadóttir (AJN) – kennari.
Guðrún Inga Sívertsen (GIS) – skólastjórnandi.
Máni Þór Magnason (MÞM) – nemandi.
Pétur Már Sigurðsson (PMS) – nemandi.
Þorkell Diego (ÞHD) – skólastjórnandi – ritar fundargerð.

Dagskrá:
  • Hlutverk skólaráðs og skipan þess.
  • Fundartímar.
  • Fundargerðir.
  • Erindi til skólaráðs.
  • Skólafundur.
  • Próftafla haustannar 2018.
Hlutverk skólaráðs og skipan þess

Farið yfir til hvers er ætlast af ráðinu og með hvaða hætti var skipað í það. Liðsmenn ráðsins gerðu stuttlega grein fyrir stöðu sinni í skólanum. Ákveðið að ráðið hefði ekki formann.

Fundartímar:

Ákveðið að funda einu sinni í mánuði. Annar hvor stjórnenda boðar til fundar.

Fundargerðir:

Fundargerðir verða vistaðar í skýinu (Office 365) og öllum í nefndinni aðgengilegar þar.

Erindi til skólaráðs:

Ákveðið var að búa til sérstakt netfang fyrir skólaráðið þar sem hægt verður að leggja inn erindi til skólaráðs.

Skólafundur:

Sagt frá vilja skólastjóra að hafa almennan skólafund í anda framtíðarþingsins sem haldið var 2012. Fundarmenn voru sammála um að skólaráð væri kjörinn vettvangur til þess að leiða undirbúningsvinnu.

Próftafla haustannar 2018:

Drög að próftöflu haustannar var rædd og farið yfir fyrirkomulag þess að nemendur geti komið fram með athugasemdir. Fulltrúi hagsmunaráðs (Máni) gerði grein fyrir því í hvaða umræðuferli drögin væru meðal nemenda.

Önnur mál voru engin og fundi slitið kl. 12:00.