Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Fundur í skólaráði, haldinn á Teams kl. 11:20.
Rut Tómasdóttir (RT) – kennari. Unnur Sigurbjörg Eysteinsdóttir (USE) – kennari. Eiríkur Kúld Viktorsson (EKV) – nemandi. Bragi Geir Bjarnason (BGB) – nemandi. Guðrún Inga Sívertsen (GIS) – skólastjórnandi – ritar fundargerð.
GIS fór yfir hlutverk skólaráðsins og skipan þess. Skólaráð er skipað tveimur skólastjórnendum, annar er ritari og hinn sér um að boða til funda. Tveir kennarar sitja í skólaráði og tveir nemendur, annars vegar forseti NFVÍ og hins vegar formaður hagsmunaráðs nemenda.
Skólaráð 2020-2021 er skipað eftirtöldum aðilum:
Ákveðið var að funda mánaðarlega. Á meðan kennsla skólans er í fjarkennsluformi fara fundir fram á TEAMS. Boða skal til fundar oftar ef þurfa þykir.
Verklag vegna fundargerða er á þá leið að ritun fundargerða er í höndum fulltrúa stjórnenda. Fundargerðir verða aðgengilegar á vefsíðu skólans eftir að meðlimir skólaráðs hafa samþykkt fundargerðina.
Rætt var um eðli þeirra erinda sem skólaráð tekur til umfjöllunar. Á fundinum kom fram að flest erindi á síðasta skólaári komu í gegnum hagsmunaráð frá hinum almenna nemanda. Gera má ráð fyrir að svo verði einnig í ár. Skólaráð er með netfang þar sem hægt er að koma ábendingum beint til þess. Netfangið er skolarad@verslo.is
Rætt var um fjarkennslu og hvernig hún gengur. Hvatning hefur verið frá skólanum að nemendur kveiki á myndavélum í kennslutímum. Fulltrúar nemenda töldu það ganga vel en það þyrfti að koma hvatning líka frá einstaka kennurum til bekkjanna með að kveikja. Þá var rætt um möguleg annarlok og GIS sagði frá því að vinna við útfærslu annarloka væru hafin en ekki hægt að greina frá þeim á þessari stundu. Skólaráð verður kallað saman þegar málin skýrast til að fara yfir þær.
Fundi slitið klukkan 11:55